Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 11:00 Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Vísir „Langflestar fjölskyldur sem eru stofnaðar í dag eru samsettar fjölskyldur, þar sem eru börn frá ólíkum framleiðendum. Í mörgum tilfellum gengur þetta vel en því miður eru alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel.“ Þetta segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi en hann ræddi málefni samsettra fjölskyldna í Bítinu. Hann segir foreldra í samsettum fjölskyldum oft hætta til þess að halda uppi tvöföldu siðferði gagnvart börnunum, koma fram við börn sín með öðrum hætti en börn maka síns. „Ég á fjögur börn sem ég elska meira en eigið líf. Þau hafa öll verið þannig á tímabilum að mig hefur langað að selja þau, verið algjörlega óþolandi. Og ef mér getur liðið svona með barn sem er sannarlega með mitt blóð og ég sé kannski sjálfan mig í þeim og þess vegna er ég svolítið pirraður, þá get ég ímyndað mér að það getur verið erfitt að vera með barn sem þú bjóst ekki til og fylgir makanum þínum sem þú elskar. En þú hefur heyrt alls konar um hinn framleiðanda barnsins, og sérð þá negatífu hlið sem makinn þinn er að tala um í barninu, þá getur verið erfitt að brosa framan í heiminn og láta allt saman ganga,“ segir Theodór. Nóg að gera hjá félagsráðgjöfum Þá segir hann erfið mál þegar barn er með leiðindi við stjúpforeldri sitt. Þá sé lykilspurningin, líkt og í öllum vandamálum milli stjúpforeldra- og barna: „Geta foreldrarnir, bæði blóðforeldri og stjúpforeldri, verið samstíga í hvernig við ætlum að leysa þetta?“ Séu þeir ekki samstíga getur skapast gjá milli stjúpforeldris og blóðforeldris. Beri samtal foreldra vegna vandamála tengdum stjúpbörnunum ekki árangur sé ráð að leita til fagaðila. Það er bara erfitt að taka á þessu? „Það er erfitt. Þess vegna er nóg að gera hjá okkur,“ sem bendir á að foreldrahlutverkið sé erfiðasta hlutverk lífsleiðarinnar og enginn gegni því án þess að misstíga sig. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Fjölskyldumál Bítið Bylgjan Börn og uppeldi Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Þetta segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi en hann ræddi málefni samsettra fjölskyldna í Bítinu. Hann segir foreldra í samsettum fjölskyldum oft hætta til þess að halda uppi tvöföldu siðferði gagnvart börnunum, koma fram við börn sín með öðrum hætti en börn maka síns. „Ég á fjögur börn sem ég elska meira en eigið líf. Þau hafa öll verið þannig á tímabilum að mig hefur langað að selja þau, verið algjörlega óþolandi. Og ef mér getur liðið svona með barn sem er sannarlega með mitt blóð og ég sé kannski sjálfan mig í þeim og þess vegna er ég svolítið pirraður, þá get ég ímyndað mér að það getur verið erfitt að vera með barn sem þú bjóst ekki til og fylgir makanum þínum sem þú elskar. En þú hefur heyrt alls konar um hinn framleiðanda barnsins, og sérð þá negatífu hlið sem makinn þinn er að tala um í barninu, þá getur verið erfitt að brosa framan í heiminn og láta allt saman ganga,“ segir Theodór. Nóg að gera hjá félagsráðgjöfum Þá segir hann erfið mál þegar barn er með leiðindi við stjúpforeldri sitt. Þá sé lykilspurningin, líkt og í öllum vandamálum milli stjúpforeldra- og barna: „Geta foreldrarnir, bæði blóðforeldri og stjúpforeldri, verið samstíga í hvernig við ætlum að leysa þetta?“ Séu þeir ekki samstíga getur skapast gjá milli stjúpforeldris og blóðforeldris. Beri samtal foreldra vegna vandamála tengdum stjúpbörnunum ekki árangur sé ráð að leita til fagaðila. Það er bara erfitt að taka á þessu? „Það er erfitt. Þess vegna er nóg að gera hjá okkur,“ sem bendir á að foreldrahlutverkið sé erfiðasta hlutverk lífsleiðarinnar og enginn gegni því án þess að misstíga sig. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Fjölskyldumál Bítið Bylgjan Börn og uppeldi Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira