Lífið

Ingó Veðurguð í Wipeout

Keppinautar í Wipeout
Ingó Veðurguð og Alexandra Helga Ívarsdóttir fá verðuga keppinauta í Wipeout því meðal þátttakenda verða þeir Ívar Guðmundsson og Egill „Gillz“ Einarsson, landsþekktir fyrir sitt líkamlega atgervi. Ingó segist ekki nenna í neina hetjukeppni, hann ætli þó að halda uppi heiðri hinna tágrönnu einstaklinga.
Keppinautar í Wipeout Ingó Veðurguð og Alexandra Helga Ívarsdóttir fá verðuga keppinauta í Wipeout því meðal þátttakenda verða þeir Ívar Guðmundsson og Egill „Gillz“ Einarsson, landsþekktir fyrir sitt líkamlega atgervi. Ingó segist ekki nenna í neina hetjukeppni, hann ætli þó að halda uppi heiðri hinna tágrönnu einstaklinga.

„Ég er svolítið spennt fyrir þessu, smá hrædd líka en aðallega spennt," segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2008. Hún verður meðal þátttakenda í sérstakri „celebrity"-útgáfu af Wipeout sem Stöð 2 hyggst sýna frá í vetur.

Mikill áhugi virðist vera á þessum Þrautakóngi því rúmlega þrjú þúsund Íslendingar sóttu um að komast í þáttinn í skráningu á vísir.is. „Ég þurfti ekkert sérstaklega langan umhugsunarfrest þegar haft var samband við mig, ég sló bara til strax," segir Alexandra sem hefur aldrei komið til Argentínu áður og það skipti miklu máli við ákvörðunartökuna. „Og svo horfði ég töluvert á þættina í vetur. Ég kvíði eiginlega mest fyrir rauðu boltunum, þeir líta svakalega út, allavega miðað við það sem maður hefur séð í sjónvarpinu."

Alexandra fær harða samkeppni í þessum sérstaka celebrity-þætti því fitness-kóngarnir Ívar Guðmundsson og Egill „Gillz" Einarsson verða meðal þátttakenda. „Ívar er náttúrlega í frábæru formi en líkamlegt ástand á þeim þykka er rosalegt um þessar mundir, ég er í raun þrautþjálfaður íþróttamaður. Ívar verður klárlega einn af mínum helstu keppinautum en hann á ekki eftir að hafa roð við mér," segir Egill, sjálfsöruggur að venju. „Ég held reyndar að það hafi verið mistök að velja mig í þennan þátt, því aðrir munu bara líta út eins og kjánar við hliðina á mér."

En Egill fær væntanlega harða samkeppni frá manni sem þekkir lítið annað en sigur eftir árangur sumarsins. Því Ingólfur Þórarinsson, hjartað í miðju Selfoss-liðsins sem vann 1. deildina í knattspyrnu og Veðurguð með meiru, verður einnig meðal keppenda. „Mér líst bar ágætlega á þetta, ég veit reyndar ekkert hvað ég er að fara út í, er þetta eitthvað hættulegt?" spyr Ingó sem vill að sjálfsögðu komast hjá því að meiðast alvarlega enda úrvalsdeildarbarátta fram undan næsta sumar og því um að gera að halda sér heilum. „Ég nenni ekki að fara í einhverju hetjukeppni en maður verður auðvitað halda uppi heiðri hinna tágrönnu einstaklinga," segir Ingó og bætir því við að það sé ekki nóg að vera bara sterkur í svona keppni, úthaldið leiki ekkert síður stórt hlutverk










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.