Eyðir áramótunum á Íslandi 19. september 2009 04:00 Daniel Brühl kom til Íslands fyrir viku og þar sem hann getur ekki skoðað landið mikið mun hann eyða áramótunum hér á landi.mynd/Bergsteinn Björgúlfsson „Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er einn þekktasti leikari Þýskalands af ungu kynslóðinni og stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafnskært og nú í ljósi frammistöðunnar í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. „Það var alveg ótrúlegt að vinna með Tarantino, hann er gangandi alfræðiorðabók um kvikmyndir.Hann veit gjörsamlega allt. Og við áttum góðar stundir utan tökustaðarins þar sem hann talaði meðal annars vel um Ísland,“ segir Brühl en hann vildi ekki tjá sig um hvort Tarantino hefði deilt með honum sögunni um fyrirsætuna sem datt beint á andlitið fyrir framan hann á Kaffibarnum. „No comment,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur skemmti Brühl sér á Kaffibarnum um síðustu helgi svo hann ætti í það minnsta að kannast við staðinn. En það eru fleiri Íslandstengingar við Tarantino-myndina því förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir hafði yfirumsjón með förðuninni í myndinni. „Já, alveg rétt, hún var einn af mínum uppáhaldsvinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég verð að senda henni póst og segja henni að ég sé á Íslandi,“ segir Daniel og bætir því við að sennilega sé förðunarstóllinn einhver persónulegasti staðurinn sem leikari geti verið á. „Þar er allt látið flakka og rætt um allt milli himins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt önnur íslensk kona stjórna honum, Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akkúrat að segja henni að hún hefði klippt tvær af mínum uppáhaldskvikmyndum, Eternal Sunshine of the Spotless Mind er til að mynda algjört meistaraverk.“ Brühl verður á ferð og flugi þann tíma sem hann leikur í Kóngavegi 7 því hann er einnig að leika í kvikmynd í Berlín. „Já, þetta verður nokkuð strembið en ég hlakka mikið til. Því miður fæ ég ekki tækifæri til að skoða landið en þess vegna ætla ég líka að eyða áramótunum hér ásamt nokkrum góðum þýskum vinum og svo vinum mínum hér,“ segir Daniel. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var það ekki síst vinskapur Daniels og hjónakornanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar sem varð til þess að leikarinn samþykkti að leika í myndinni. „Já, við vorum svokallaðar „shooting stars“ í Berlín fyrir sjö árum. Síðan var ég að leika í mynd í London fyrir þremur árum og þá var Vesturport að setja upp Rómeó og Júlíu og þá kynntist ég öllum hinum í leikhópnum; Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð í Kóngavegi 7.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning