Lífið

Býst við 200 manns á kvöldvöku Nördafélagsins

Skólalíf skrifar
Skjámynd úr tölvuleiknum Counter Strike, sem eflaust verður spilaður á kvöldvöku Nördafélagsins og Tölvuakademíunnar.
Skjámynd úr tölvuleiknum Counter Strike, sem eflaust verður spilaður á kvöldvöku Nördafélagsins og Tölvuakademíunnar.
Nördafélagið og Tölvuakademían svokallaða í MR standa undir nafni um helgina, en félögin standa í sameiningu fyrir heljarinnar kvöldvöku sem hefst annað kvöld klukkan 20 og lýkur klukkan 8 á sunnudag. Matthías Páll Gissurarson, formaður beggja félaga, segir mikla stemningu fyrir viðburðinum í skólanum.

„Þessi félög hafa ekki verið mjög virk undanfarið, svo við ákváðum að gera þetta að stórum viðburði,“ segir Matthías. „Það eru 85 skráðir á lanið, en það var hámarkið hjá okkur. Síðan búumst við við allt að 200 manns í heildina sem mæta og hanga þarna.“

Á kvöldvökunni verður meðal annars farið í stóra LAN keppni, auk þess sem alvöru nördaspil eins og Risk og Catan verða uppi á borðum í bland við annað.

Matthías segist aðspurður búast við að strákar hafi meiri áhuga á LAN-inu og því hafi verið ákveðið að halda sérstakt stelpukvöld samhliða því, þar sem tölvuleikurinn Sims verður spilaður og stelpuþáttum eins og Gossip Girl skellt í tækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×