Lífið

Opnar barnafatabúð í banka

Kári naglbítur selur barnaföt og alls konar dót.
Fréttablaðið/Stefán
Kári naglbítur selur barnaföt og alls konar dót. Fréttablaðið/Stefán

„Okkar fannst þetta tímanna tákn,“ segir Kári Jónsson, bassaleikari 200.000 naglbíta, sem er búinn að opna barnafataverslun ásamt konu sinni Lovísu Guðmundsdóttur í fyrrverandi útibúi Kaupþings á Glerártorgi á Akureyri. „Þetta var reyndar lítið útibú, bara 40 fermetrar, og þar sem peningageymslan var er lagerinn okkar núna,“ segir hann. „Ég efast samt um að það hafi einhvern tímann verið einhverjir peningar þarna. Var þetta ekki bara loft?“

Þau hjónin hafa rekið barnafataverslunina Snúðar og snældur á Selfossi um nokkurt skeið og færa nú út kvíarnar á Akureyri. „Manni rennur blóðið til skyldunnar enda er ég héðan. Búðin selur barnaföt frá Danmörku og alls konar gjafavöru og leikföng víða að. Við viljum hafa þetta litríkt og fyrir augað. Okkur leiðast leiðinlegir hlutir.“

Kári sér enga ástæðu til að opna útibú í höfuðborginni. „Nei, við dekkum Reykjavík ágætlega á Selfossi því við fáum sumarbústaðabyggðina hingað inn. Búðir úti á landi þurfa að vera öðruvísi en í bænum, úti á landi er minni sérhæfing. Það þarf að vera smá kaupfélagsfílingur í búðunum og margs konar hlutir þurfa að vera í boði.“

Kári ætlar að rífa sig frá barnafötunum 3. október þegar 200.000 naglbítar spila á Sódómu. „Það verður fyrsta giggið í bænum í 4-5 ár ef við undanskiljum lúðrasveitartónleikana. Við ætlum að reyna að vera með eitthvað nýtt efni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.