Lífið

Losnar ekki við risastórt Legóhús

James May fyrir framan Legóhúsið sitt.
James May fyrir framan Legóhúsið sitt.

Síðhærði Top Gear töffarinn, James May, byggði hús í raunstærð úr Legokubbum. Húsið er nokkuð tilkomumikið, í því er klósett sem virkar, heit sturta og óþægilegasta rúm sem James hefur sofið í.

Húsið er kubbað saman af 1000 manns úr 3,3 milljón legókubbum.

En það er einn galli á gjöf njarðar, húsið stendur á akri, og nú þurfa bændur að fá landið til baka. May vill að einhver taki húsið að sér og geymi til framtíðar. En forsvarsmenn Legó eru ósáttir við að hann reisti húsið án þeirra hjálpar.

Þá má May ekki selja húsið vegna lagalegra vandamála, en kubbana fékk hann gefins frá Legó, með því skilyrði að þeir yrðu ekki endurseldir.

Því verður húsið sagað í sundur með keðjusög ef enginn áhugasamur finnst sem vill taka húsið að sér fyrir þriðjudaginn næsta.

May vill gefa húsið en þá skapast annað vandamál. Ekki er heimilt að selja aðgang að húsinu þar sem Legó á einkaréttinn af slíkri iðju.

May er að vonum sár, enda búinn að eyða ómældum tíma og erfiði í þetta furðuverk. Hann leitar nú logandi ljósi að einhverjum sem er tilbúinn að bjarga Legó-húsinu.

Húsið byggði May fyrir sjónvarpsþátt sem hann heldur úti á BBC 2. Þátturinn er fyrir börn og er markmið hans að fá börn til þess leggja frá sér leikjatölvuna og fara út að leika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.