Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2025 14:40 Björgu var fengið að gera föt á forsetann fyrir innsetningarathöfnina en það gafst ekki einu sinin tími fyrir mátun. Þá eru góð ráð dýr. Vísir/Samsett Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. „Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Diane Keaton er látin Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Diane Keaton er látin Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira