Lífið

Ramsay trylltist í beinni útsendingu

Stjörnukokkurinn skapbráði Gordon Ramsay trylltist í beinni útsendingu á BBC í morgun þegar spjallþáttstjórnandi spurði hvort hann myndi sjálfur elda á veitingastöðum sínum.

Kynnirinn Bill Turnbull velti fyrir sér á léttu nótunum hvort enn væri hægt að fá máltíð á veitingastöðum Ramsay sem væru eldaðar af honum sjálfum. Ramsay var snöggur til svars og sagði: „Að sjálfsögðu elda ég enn sjálfur."

Hann sagði kynninum síðan að vakna til lífsins.

„Þú hljómar bitur Bill. Ég er 42 ára og hef verið í eldhúsinu í 21 ár. Þú verður að fyrirgefa, en ég vil eiga líf fyrir utan eldhúsið. Viltu að ég bursti skóna þína Bill, láttu ekki svona, vaknaðu til lífsins."

Bill var síða fljótur að breyta um umræðuefni en kornið sem fyllti mælinn kom eftir að hann sagði: „En ERTU að elda einhversstaðar?"

„Auðvitað elda ég. Annars gæti ég ekki haldið þessum mælikvarða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.