Lífið

GK Reykjavík opnar vefverslun

Stefán Svan segir að vefverslunin eigi að koma til móts við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Fréttablaðið/pjetur
Stefán Svan segir að vefverslunin eigi að koma til móts við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/pjetur

Tískuvöruverslunin GK Reykjavík heldur opnunarteiti í kvöld í tilefni af nýrri vefverslun sem verður formlega sett á laggirnar í dag. Vefversluninni er ætlað að koma til móts við viðskiptavini búsetta utan höfuðborgarsvæðisins og við þá sem vilja skoða vöruúrvalið áður en lagt er af stað í bæjarferð.

„Við verðum með sömu vörur í vefversluninni og eru til sölu í búðinni á Laugavegi. Við tókum fallegar myndir af öllum flíkunum og erum mjög ánægð með útkomuna, enda vönduðum við mjög til verks,“ segir Stefán Svan Aðalheiðarson, starfsmaður GK Reykjavík.

Nýlega var verslun GK Reykjavík í Smáralind lokað og ákveðið var að reka aðeins eina verslun á Laugavegi. „Það var ákveðið að loka versluninni í Smáralind og reka þess í stað aðeins eina verslun á Laugavegi. Við vildum frekar halda áfram með búðina í miðbænum af því við erum búin að vera hér svo lengi og kunnum afskaplega vel við okkur á Laugavegi,“ segir Stefán Svan.

Teitið hefst klukkan 19.00 í kvöld og gefst gestum tækifæri á að skoða nýjar vetrarvörur frá Filippu K, Sportmax og Bruun & Stengade. Ný heimasíða verslunarinnar er www.gk.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.