Lífið

Frímann striplast í Noregi og Finnlandi

Áhorfendur gætu átt von á nöktum <B>Frímanni þegar hann snýr aftur á Skjáinn næsta haust. </B>Gunnar og Frímann eru á leiðinni til Noregs og ætla að taka hús á Dagfinn Lyngbo.
Áhorfendur gætu átt von á nöktum <B>Frímanni þegar hann snýr aftur á Skjáinn næsta haust. </B>Gunnar og Frímann eru á leiðinni til Noregs og ætla að taka hús á Dagfinn Lyngbo.

Úttekt Frímanns Gunnarssonar, hugarfósturs Gunnars Hanssonar, á skandinavísku gríni er hafin. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hyggst Frímann heimsækja marga af þekktustu grínurum Norðurlandanna. Nú eru tökur sem sagt hafnar og fyrsta ferðin var farin til Finnlands. Þar hittu Frímann og Gunnar fyrir Andre Vikström, grínista sem er í miklum metum hjá Finnum og Svíum.

Gunnar vill ekki gefa of mikið upp um hvað þeim Frímanni og Andre fór á milli í Finnlandi en viðurkennir að sjónvarpsmaðurinn íslenski hafi skellt sér í dæmigert finnskt gufubað. „Og þá varð mér ljóst að ég verð að koma mér í betra form,“ segir Gunnar og skellir upp úr. Hann vill þó ekki staðfesta að Frímann hafi verið algjörlega allsber fyrir framan tökuvélarnar eins og hefð er fyrir í Finnlandi. „Nei, en hann verður sennilega nokkuð klæðlítill í Noregi. Já, hann verður algjörlega nakinn,“ útskýrir Gunnar en þangað heldur tökuliðið í lok þessa mánaðar og heilsar upp á norska grínistann Dagfinn Lyngbo. Í nóvember verður síðan haldið til Svíþjóðar en í janúar verður Frank Kvam, annar af Klovn-leikurunum vinsælu, heimsóttur í Danmörku. Þá standa yfir viðræður við grínista á Bretlandseyjum og segir Gunnar að það mál ætti að skýrast á næstunni. „Við erum bara búnir að vera svo heppnir að þeir sem okkur langaði til að vinna með hafa allir sagt já.“



asdf
Þættirnir eiga að fara á dagskrá næsta haust og segir Gunnar það nokkuð þægilegt; þeir séu ekki plagaðir af einhverju stressi heldur geti vandað vel til verka. Leikstjóri þáttanna er Ragnar Hansson en um tónlistina sér Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.