Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi Skólalíf skrifar 16. september 2009 20:01 Plötusnúðurinn Danni Deluxe hélt uppi stuðinu á busaballi Kvennó. Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans. Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans.
Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04
Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08
Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30