Lífið

Ösku Swayze dreift í Nýju Mexíkó

Patrick Swayze
Patrick Swayze
Aska leikarans Patrick Swayze verðu í geymlsu á skrifstofu lögmanns hans þar til eiginkona hans, Lisa Niemi ákveður hvar henni skuli dreift, eftir því sem fram kemur á dánarvottorði hans. Það er vefsíðan RadarOnline sem heldur þessu fram í dag.

„Patrick Swayze hefur verið brenndur og eiginkona hans áformar að dreifa ösku hans á búgarði þeirra hjóna í Nýju Mexíkó."

Ekki hefur verið ákveðið hvort haldin verði minningarathöfn fyrir fjölskyldu Patricks, sem þurfti að láta í minni pokann í baráttu sinni við krabbamein á mánudag aðeins 57 ára að aldri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.