Íslenski boltinn

Umfjöllun: Hjálmar hetja Framara í 2-2 jafntefli á móti Fylki

Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í kvöld. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. Hjálmar Þórarinsson sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði hinsvegar tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Fram 2-2 jafntefli.

Íslenski boltinn

Andri Marteinsson: Langhlaup en ekki spretthlaup

„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Fyrsta markið hjá þeim kemur upp úr engu og það vantaði meiri gæði í okkar leik til að skapa færi. Þetta datt ekki fyrir okkur í dag,“ sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, eftir 3-0 ósigur gegn Selfossi á útivelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Gummi Ben: Erum með gott lið sem refsar

„Vörnin hjá Haukum opnast eftir fyrsta markið og við fengum því fleiri marktækifæri. Við erum með gott sem refsar,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, eftir góðan sigur á heimavelli gegn Haukum í kvöld.

Íslenski boltinn

Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur

„Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni.

Íslenski boltinn

Tryggvi Guðmunds: Ég hef svo sem tekið nokkur víti hér áður

„Ég er ótrúlega stoltur, flott eyjalið sem mætir hér í dag og komum væntanlega öllum á óvart með því að stilla upp í 4-4-2 og blússandi sóknarleik. Við settum háa pressu á þá og það er eitthvað sem FH-ingar eru ekki vanir hér í Kaplakrika," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir frábæran sigur gegn FH í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur: Þetta voru þrjú töpuð stig hjá okkur

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis var mjög ósáttur með Erlend Eiríksson dómara leiksins í 1-2 tapi Fylkis á móti Keflavík á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. Ólafur var sérstaklega reiður út í vítaspyrnudóminn en Keflvíkingar komust þá í 1-0 gegn gangi leiksins.

Íslenski boltinn