Umfjöllun: Hjálmar hetja Framara í 2-2 jafntefli á móti Fylki 24. maí 2010 18:15 Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í kvöld. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. Hjálmar Þórarinsson sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði hinsvegar tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Fram 2-2 jafntefli. Fylkir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir að hafa refsað mistökum Framara sem virtust ekki ætla að hafa heppnina með sér. Það breyttist hinsvegar allt á lokamínútunum. Bæði mörk Hjálmars komu eftir horn, það fyrra skoraði hann beint úr hornspyrnu á 86. mínútu og það síðara með skalla af marklínu eftir hornspyrnu Sam Tillen á þriðju mínútu í uppbótartíma. Albert Brynjar Ingason kom Fylki í 1-0 með marki úr víti sem Kristinn Jakobsson dæmdi eftir aðeins 70 sekúndur. Jón Guðni Fjóluson sparkaði þá niður Andrés Már Jóhannesson eftir að Fylkismenn hefði sett góða pressu á varnarmenn Framara. Framarar urðu því fyrir áfalli strax í upphafi leiks og þegar Framliðið virtist loksins vera búið að ná sér af sjokkinu í upphafi leiks þá skoruðu Fylkismenn slysalegt mark eftir aukaspyrnu langt út á velli. Einar Pétursson kom þá Fylki í 2-0 eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, hafði misst af aukaspyrnu Andrésar Más Jóhannessonar sem skoppaði í slánna og svo fyrir Einar sem skallaði boltann í tómt markið. Hannes fékk gult spjald fyrir mótmæli en hann vildi meina að það hefði verið brotið á honum. Framliðið var mun meira með boltann en var í vandræðum með hraða leikmenn Fylkis í skyndisóknunum. Fylkismenn voru alltaf hættulegir þegar þeir unnu boltann og varnarlína liðsins gaf líka fá færi á sér fram allan leikinn. Framliðið opnaði lítið Fylkisvörnina framan af seinni hálfleiknum og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framliðsins ákvað að hrista upp í hlutunum með því aðgera þrefalda skiptingu á 58.mínútu. Þorvaldur skipti ekki bara út þremur leikmönnum í einu. Hann færði Jón Guðna Fjóluson inn á miðjuna og setti Hlyn Atla Magnússon í hans stað í vörnina. Einn af varamönnunum var umræddur Hjálmar Þórarinsson sem átti síðan eftir að bjarga stiginu í lokin. Framliðið pressaði Fylki nánast allan seinni hálfleikinn en gekk illa að opna Fylkisvörnina. Það var helst að þeim tókst að ógna heimamönnum í föstum leikatriðum og það voru einmitt tvö horn sem skilaði liðinu stiginu í lokin. Fylkisliðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir en tókst ekki að bæta við þriðja markinu og innsigla sigurinn. Þess í stað jókst pressan frá gestunum sem voru duglegir að vinna sér inn horn og aukaspyrnur og þar skapaði Framliðið mestu hættuna. Framarar hafa nú tvisvar sinnum bjargað stigi á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og það má greinilega aldrei afskrifa strákana hans Þorvaldar Örlygssonar. Hann var líka óhræddur við að breyta miklu í einu og það gekk greinilega upp í þetta skiptið. Fylkismenn virtust ætla að vinna sig vel út úr fyrsta tapi sumarsins og koma sér aftur á toppinn. Fylkisvörnin var búin að vera traust með Fjalar Þorgeirsson öruggan fyrir aftan og því var það mikið út úr karakter hjá Árbæingum að sofna svona á verðinum undir lokin.Fylkir-Fram 2-2 Fylkisvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1813Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (2.) 2-0 Einar Pétursson (31.) 2-1 Hjálmar Þórarinsson (86.) 2-2 Hjálmar Þórarinsson (90.+3)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-11 (5-6) Varin skot: Fjalar 4 - Hannes 2 Horn: 5-11 Aukaspyrnur fengnar: 12-25 Rangstæður: 7-4Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 6 (69., Baldur Bett 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (83., Jóhann Þórhallsson -)Fram: (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 5 Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (58., Joseph Tillen 6) Hlynur Atli Magnússon 5 Tómas Leifsson 5 (58. Guðmundur Magnússon 6) Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 5(58., Hjálmar Þórarinsson 7 Maður leiksins) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í kvöld. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. Hjálmar Þórarinsson sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði hinsvegar tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Fram 2-2 jafntefli. Fylkir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir að hafa refsað mistökum Framara sem virtust ekki ætla að hafa heppnina með sér. Það breyttist hinsvegar allt á lokamínútunum. Bæði mörk Hjálmars komu eftir horn, það fyrra skoraði hann beint úr hornspyrnu á 86. mínútu og það síðara með skalla af marklínu eftir hornspyrnu Sam Tillen á þriðju mínútu í uppbótartíma. Albert Brynjar Ingason kom Fylki í 1-0 með marki úr víti sem Kristinn Jakobsson dæmdi eftir aðeins 70 sekúndur. Jón Guðni Fjóluson sparkaði þá niður Andrés Már Jóhannesson eftir að Fylkismenn hefði sett góða pressu á varnarmenn Framara. Framarar urðu því fyrir áfalli strax í upphafi leiks og þegar Framliðið virtist loksins vera búið að ná sér af sjokkinu í upphafi leiks þá skoruðu Fylkismenn slysalegt mark eftir aukaspyrnu langt út á velli. Einar Pétursson kom þá Fylki í 2-0 eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, hafði misst af aukaspyrnu Andrésar Más Jóhannessonar sem skoppaði í slánna og svo fyrir Einar sem skallaði boltann í tómt markið. Hannes fékk gult spjald fyrir mótmæli en hann vildi meina að það hefði verið brotið á honum. Framliðið var mun meira með boltann en var í vandræðum með hraða leikmenn Fylkis í skyndisóknunum. Fylkismenn voru alltaf hættulegir þegar þeir unnu boltann og varnarlína liðsins gaf líka fá færi á sér fram allan leikinn. Framliðið opnaði lítið Fylkisvörnina framan af seinni hálfleiknum og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framliðsins ákvað að hrista upp í hlutunum með því aðgera þrefalda skiptingu á 58.mínútu. Þorvaldur skipti ekki bara út þremur leikmönnum í einu. Hann færði Jón Guðna Fjóluson inn á miðjuna og setti Hlyn Atla Magnússon í hans stað í vörnina. Einn af varamönnunum var umræddur Hjálmar Þórarinsson sem átti síðan eftir að bjarga stiginu í lokin. Framliðið pressaði Fylki nánast allan seinni hálfleikinn en gekk illa að opna Fylkisvörnina. Það var helst að þeim tókst að ógna heimamönnum í föstum leikatriðum og það voru einmitt tvö horn sem skilaði liðinu stiginu í lokin. Fylkisliðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir en tókst ekki að bæta við þriðja markinu og innsigla sigurinn. Þess í stað jókst pressan frá gestunum sem voru duglegir að vinna sér inn horn og aukaspyrnur og þar skapaði Framliðið mestu hættuna. Framarar hafa nú tvisvar sinnum bjargað stigi á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og það má greinilega aldrei afskrifa strákana hans Þorvaldar Örlygssonar. Hann var líka óhræddur við að breyta miklu í einu og það gekk greinilega upp í þetta skiptið. Fylkismenn virtust ætla að vinna sig vel út úr fyrsta tapi sumarsins og koma sér aftur á toppinn. Fylkisvörnin var búin að vera traust með Fjalar Þorgeirsson öruggan fyrir aftan og því var það mikið út úr karakter hjá Árbæingum að sofna svona á verðinum undir lokin.Fylkir-Fram 2-2 Fylkisvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1813Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (2.) 2-0 Einar Pétursson (31.) 2-1 Hjálmar Þórarinsson (86.) 2-2 Hjálmar Þórarinsson (90.+3)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-11 (5-6) Varin skot: Fjalar 4 - Hannes 2 Horn: 5-11 Aukaspyrnur fengnar: 12-25 Rangstæður: 7-4Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 6 (69., Baldur Bett 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (83., Jóhann Þórhallsson -)Fram: (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 5 Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (58., Joseph Tillen 6) Hlynur Atli Magnússon 5 Tómas Leifsson 5 (58. Guðmundur Magnússon 6) Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 5(58., Hjálmar Þórarinsson 7 Maður leiksins)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira