Umfjöllun: Eyjamenn unnu líka hitt Hafnarfjarðarliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2010 16:00 Tony Mawejje í leiknum í dag. Mynd/Stefán ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira