Umfjöllun: Eyjamenn unnu líka hitt Hafnarfjarðarliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2010 16:00 Tony Mawejje í leiknum í dag. Mynd/Stefán ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira