Íslenski boltinn

Heimir Hallgríms: Sama spjald fyrir að opna höfuð og sparka í brúsa

Heimir Hallgrímsson var eðlilega svekktur eftir tapið gegn FH í kvöld og fannst honum hans menn eiga meira skilið út úr leiknum en það sem lokatölurnar gáfu. Hann var ekki síst ósáttur við að Hákon Atli Hallfreðsson fékk að hanga inni á vellinum fyrir að sparka í höfuð Tryggva Guðmundssonar sem þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Víkingar á sigurbraut

Víkingar fögnuðu sínum öðrum sigurleik í röð í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu 2-1 sigur á Keflavík á Víkingsvellinum. Víkingar hafa þar með unnið báða leiki sína eftir að þeir féllu úr deildinni á dögunum en þeir höfðu fyrir það ekki unnið leik í rúma fjóra mánuði.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinu

Stjarnan valtaði yfir áhugalausa Valsmenn 5-0 á teppinu í Garðabæ, en Garðar Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna og hefur því gert 15 mörk í deildinni í sumar. Valsmenn mættu hreinlega ekki til leiks á meðan allir leikmenn heimamanna léku virkilega vel.

Íslenski boltinn

Þórsarar fara í Evrópukeppnina tryggi KR sér titilinn

Dagurinn gæti orðið sögulegur fyrir lið Þórs í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Vinni liðið sigur á Breiðablik á heimavelli tryggir liðið sæti sitt í deildinni þvert á spár sparkspekinga. Verði KR Íslandsmeistari fær Þór að auki sæti í forkeppni Evrópudeildar á næsta ári.

Íslenski boltinn

Víkingarnir losuðu sig við metið

Víkingar burstuðu ekki bara Blikana 6-2 í Kópavoginum á mánudaginn því þeir losuðu sig um leið við óvinsælt met sem hefur verið í þeirra eigu í 19 ár. Víkingar höfðu átt metið í lélegum varnarleik í titilvörn síðan þeir voru að verja titil sinn frá sumarinu 1991 og glímdu við falldrauginn alveg fram í síðasta leik.

Íslenski boltinn

Bjarni með horn í síðu mótherjanna í sumar

Hornspyrna Bjarna Guðjónssonar skilaði KR-ingum sigri á móti Keflavík í fyrrakvöld og þar með þriggja stiga forystu á toppnum. Bjarni var þarna að leggja upp sjöunda markið sitt í sumar úr hornspyrnu og KR-liðið hefur alls skorað 10 af 41 marki sínu eftir horn.

Íslenski boltinn

Bikarinn að nálgast vesturbæinn

Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitill KR er handan við hornið eftir dramatískan 3-2 sigur liðsins á Keflavík í gær. Varamaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn