Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH ósigrað á heimavelli í sumar

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar
Atli Viðar Björnsson skoraði 2 mörk og lagði upp eitt.
Atli Viðar Björnsson skoraði 2 mörk og lagði upp eitt. Mynd/Hag
FH lagði ÍBV að velli 4-2 á heimavelli sínum að Kaplakrika. Þetta var síðasti heimaleikur FH sem tapaði ekki leik á heimavelli í sumar en þessum sigri var lítt fagnað því ljóst var eftir leikinn að KR er Íslandsmeistari 2011.

ÍBV byrjaði leikinn frábærlega en misstu Tryggva Guðmundsson af leikvelli skömmu áður en Eyjamenn komust yfir úr vítaspyrnu á 19. mínútu en þá breyttist leikurinn. FH fór að sjá meira af boltanum og Eyjamenn misstu allt bit fram á við.

Þó verður ekki sagt að FH hafi vaðið í færum en Atli Guðnason fór fyrir þeim sóknum FH sem ógnuðu marki ÍBV en hann jafnaði metin og lagði upp annað markið sem Atli Viðar skoraði rétt fyrir leikhlé.

Það var ekki mikið um opin færi í seinni hálfleik. Eyjamenn létu Gunnleif Gunnleifsson þó hafa fyrir hlutunum með nokkrum góðum skotum utan teigs en FH náði tveggja marka forystu á 57. mínútu og þó ÍBV hafi með baráttu sinni náð að minnka muninn skoraði FH aftur og vann að lokum verðskuldaðan sigur.

FH er þar með komið í annað sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti að ári en ÍBV fór fyrir vikið niður í þriðja sætið en Eyjamenn hefðu þurft að vinna til að eiga enn möguleika á að ná KR að stigum.

Bæði lið gengu niðurlút af velli því titilinn fór í vesturbæ Reykjavíkur en Eyjamenn þurfa stig í lokaumferðinni til að tryggja sér Evrópusæti að ári, fari svo að Stjarnan vinni sinn leik í lokaumferðinni, gegn Breiðabliki í Kópavogi.

FH-ÍBV 4-2

Mörkin:

0-1 Aaron Spear (19.)

1-1 Atli Guðnason (27.)

2-1 Atli Viðar Björnsson (44.)

3-1 Atli Guðnason (57.)

3-2 Tony Mawejje (61.)

4-2 Atli Viðar Björnsson (72.)

Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 1780

Dómari: Magnús Þórisson 6

Tölfræðin:

Skot (á mark): 10-12 (7-8)

Varið: Gunnleifur 5 – Abel 2

Hornspyrnur: 4-3

Aukaspyrnur fengnar: 6-13

Rangstöður: 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×