Umfjöllun: Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá KR Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 25. september 2011 09:35 Mynd / Daníel KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira