Umfjöllun: Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá KR Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 25. september 2011 09:35 Mynd / Daníel KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í dag. Sigurinn var þó torsóttur þar sem Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og lítið um færi. Fylkismenn sýndu strax að þeir ætluðu að standa sig þrátt fyrir að hafa ekki að neinu að keppa. KR-ingar stjórnuðu leiknum en Fylkismenn lágu tilbaka. Ætluðu greinilega að leggja áherslu á að verja markið og sækja hratt. Egill Jónsson og Bjarni Guðjónsson létu báðir reyna á Fjalar í marki Fylkis sem varði í bæði skiptin nokkuð þægilega. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Baldur Sigurðsson féll í teignum eftir hornspyrnu og Gunnar Jarl, dómari leiksins, benti á punktinn. Bjarni skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni. Það mátti heyra saumnál detta skömmu síðar þegar Fylkismenn jöfnuðu metin. Valur Fannar skallaði framlengdi boltann með skalla eftir aukaspyrnu á fjærstöng. Þangað var Styrmir Erlendsson mættur og skallaði boltann í netið af harðfylgi. Guðjón Baldvinsson fékk tvö fín færi til þess að koma heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Í annað skiptið skaut hann framhjá en í hitt skiptið varði Fjalar skalla Garðbæingsins með tilþrifum. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Upphafsmínútur síðari hálfleiksins voru vægast sagt fjörugar. Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 48. mínútu eftir flottan undirbúning Dofra Snorrasonar. Þá reiknuðu eflaust flestir með flugeldasýningu í kjölfarið. Fylkismenn jöfnuðu hins vegar metin skömmu síðar. Baldur Bett lét þá vaða fyrir utan teig. Boltinn stefndi langt framhjá en breytti um stefnu af Bjarna Guðjónssyni og lak í fjærhornið. Staðan orðin jöfn 2-2 og aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleiknum. Albert Brynjar Ingason fékk dauðafæri til þess að koma gestunum yfir á 62. mínútu. Þá hrökk boltinn fyrir fætur hans á vítateig eftir að Hannes varði skot Hjartar Hermannssonar. Albert rann hins vegar á blautu grasinu og KR-ingar komu boltanum í burtu. Misnotaða færið reyndist dýrkeypt því tveimur mínútum síðar komust heimamenn yfir. Þá afgreiddi Dofri Snorrason boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Guðjóns Baldvinssonar. Dofri reyndist einnig dýrmætur á hinum enda vallarins skömmu síðar þegar hann bjargaði á línu eftir skalla Hjartar Hermannssonar. Á 81. mínútu fékk Valur Fannar Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot á Guðjóni Baldvinssyni og gestirnir manni færri. KR-ingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og líklegri til þess að bæta við mörkum en gestirnir að jafna. Guðjón Baldvinsson og Egill Jónsson komust báðir nálægt því að skora enn allt kom fyrir ekki. KR-ingar Íslandsmeistarar árið 2011 og eru virkilega vel að því komnir. Þeir hafa spilað frábærlega í allt sumar, í deild, bikar og Evrópu og verður væntanlega fagnað í Vesturbænum fram á kvöld. Fróðlegt verður að sjá hvort KR-ingar bæti við fimmtu stjörnunni á búning sinn fyrir heimsóknina á Hlíðarenda í lokaumferðinni á laugardaginn. Til hamingju KR-ingar. TölfræðiSkot (á mark): 15-6 (6-5) Varin skot: Hannes Þór 2 – Fjalar 3 Horn: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 17-6 Rangstöður: 5-0 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira