Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falli Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 25. september 2011 15:00 Mynd/Pjetur Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Blikar eru búnir að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni eftir góðan sigur á Þór á Akureyri í dag. Blikar unnu leikinn 2-1. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur. Þórsarar byruðu betur og þeir skoruðu með fyrsta skoti leiksins. Eftir frábært spil Gunnars Más, Inga Freys og Jóhanns Helga tóku Ingi og Jóhann þríhyrning sem sendi Inga innfyrir, hann var einn gegn Ingvari í markinu og skoraði með fínu skoti á nærstöng. Þórsarar voru betri og Clark Keltie átti skot rétt yfir úr aukaspyrnu. Skömmu áður lenti Kára Ársælssyni og Inga Frey saman og vildu einhverjir meina að Kári hefði rekið olnbogann í Inga. Ekkert var dæmt og Ingi kvartaði ekki. Blikar sóttu í sig veðrið um miðbik hálfleiksins. Þeir sóttu stíft og uppskáru jöfnunarmark sem var glæsilegt. Guðmundur Kristjánsson tók boltann þá á kassann og þrumaði honum í hornið. Vel gert hjá Guðmundi. Srjdan Rajkovic varði svo stórglæsilega frá Kristni Steindórssyni, skot sem var á leið í samskeytin, og Kristinn átti svo hörkuskot í stöngina. Blikar voru betri út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var einkar rólegur fyrsta korterið. Þá tók Kristinn til sinna ráða og skoraði gott mark. Hann fékk stungusendingu innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel. Staðan 1-2. Seinni hálfleikur var frekar leiðinlegur, mikið um baráttu en lítið um færi. Þórsarar gerðu hvað þeir gátu en komust lítið áfram. Blikar virtust sáttir með sitt. Þórsarar börðust einfaldlega ekki nógu mikið, eitt helsta einkenni þeirra var ekki til staðar. Blikar voru betri en áttu reyndar engan stjörnuleik. Rajkovic bjargaði Þórsurum tvisvar stórkostlega og var hann besti maður Þórs. Kristinn fær nafnbótina maður leiksins fyrir markið sitt en annars voru fáir sem sköruðu fram úr í leiknum. Sanngjarn sigur Blika niðurstaðan.Þór 1-2 Breiðablik 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.) 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.) 1-2 Kristinn Steindórsson (64.)Skot (á mark): 9-11 (3-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 IngvarHorn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 2-1Áhorfendur: 1137Dómari: Þorvaldur Árnason (5) Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira