Bikarinn að nálgast vesturbæinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2011 06:00 Baldur Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson léku vel á miðjunni hjá KR. Baldur skoraði tvö mörk og Bjarni átti tvær stoðsendingar. Mynd/Valli KR er komið með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Keflavík í frestuðum leik úr 13. umferð deildarinnar í gær. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson var búinn að vera á vellinum í aðeins tíu mínútur er hann skoraði sigurmark KR í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu. KR mætir Fylki á heimavelli sínum á sunnudaginn og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. KR verður þó að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að svo verði. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir í gær með marki eftir aðeins 47 sekúndur en sú forysta átti eftir að duga skammt. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði tvívegis og kom KR-ingum sanngjarnt yfir en gestirnir úr Reykjavík höfðu lengst af talsverða yfirburði í leiknum. Keflvíkingar sóttu þó í sig veðrið á lokamínútunum eins og baráttuglöðum Suðurnesjamönnum einum er lagið. Annar ungur Keflvíkingur, Magnús Þórir Matthíasson, var þar að verki eftir sjaldséð mistök Hannesar Þórs Halldórssonar í marki KR. En þá var komið að þætti Arons Bjarka sem skoraði með skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á þriðju mínútu uppbótartímans og kom hann þar með sínum mönnum í ansi þægilega stöðu í titilbarátunni.Mynd/Valli„Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég," sagði Aron Bjarki eftir leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Við áttum skilið að fá þrjú stig úr þessum leik. En ég var alltaf að bíða eftir þriðja markinu þegar við vorum 2-1 yfir. Það kom ekki og Keflvíkingar gerðu sitt vel – þeir ýttu liðinu sínu fram og uppskáru jöfnunarmark. En við vildum ná í öll stigin og sem betur fer náðum við einu marki til viðbótar." Hann var ánægður með spilamennsku sinna manna. „Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við vorum í lægð fyrir nokkrum vikum en liðið er í mun betra standi í dag. Við þurfum nú fjögur stig til viðbótar til að vinna titilinn og ætlum við ekki að treysta á neina aðra en okkur sjálfa."Mynd/ValliWillum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því ekki að það hafi verið sárt að sjá KR-inga skora sigurmark leiksins. „Einn punktur hefði verið mjög góður fyrir okkur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að kyngja svona örlagamörkum," sagði hann. „Það hefur einkennt okkur í sumar að við erum alltaf líklegir, svo lengi sem okkar menn gefast aldrei upp rétt eins og í dag. En því miður þurftum við að taka enn eitt höggið á okkur." Skömmu fyrir jöfnunarmark Keflavíkur var Willum duglegur að öskra sína menn áfram. „Mér fannst slokkna á ákveðnum mönnum sem eru alltaf líklegir og geta breytt leikjum. Það eina sem við á hliðarlínunni getum er að reyna að kveikja í mönnum og ég vissi að þeir ættu mikið inni. Aron Bjarki tók þátt í upphitun með byrjunarliðsmönnum KR og hélt sér heitum allar 83 mínúturnar áður en hann kom inn á. „Skúli Jón var tæpur fyrir leikinn og því þurfti ég bara að vera klár. Það er bara í fínu lagi, sérstaklega þar sem þetta gekk svona vel. Nú þurfum við að klára Fylki á sunnudaginn og þá getum við kannski fagnað aðeins meira." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
KR er komið með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Keflavík í frestuðum leik úr 13. umferð deildarinnar í gær. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson var búinn að vera á vellinum í aðeins tíu mínútur er hann skoraði sigurmark KR í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu. KR mætir Fylki á heimavelli sínum á sunnudaginn og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. KR verður þó að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að svo verði. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir í gær með marki eftir aðeins 47 sekúndur en sú forysta átti eftir að duga skammt. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði tvívegis og kom KR-ingum sanngjarnt yfir en gestirnir úr Reykjavík höfðu lengst af talsverða yfirburði í leiknum. Keflvíkingar sóttu þó í sig veðrið á lokamínútunum eins og baráttuglöðum Suðurnesjamönnum einum er lagið. Annar ungur Keflvíkingur, Magnús Þórir Matthíasson, var þar að verki eftir sjaldséð mistök Hannesar Þórs Halldórssonar í marki KR. En þá var komið að þætti Arons Bjarka sem skoraði með skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á þriðju mínútu uppbótartímans og kom hann þar með sínum mönnum í ansi þægilega stöðu í titilbarátunni.Mynd/Valli„Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég," sagði Aron Bjarki eftir leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Við áttum skilið að fá þrjú stig úr þessum leik. En ég var alltaf að bíða eftir þriðja markinu þegar við vorum 2-1 yfir. Það kom ekki og Keflvíkingar gerðu sitt vel – þeir ýttu liðinu sínu fram og uppskáru jöfnunarmark. En við vildum ná í öll stigin og sem betur fer náðum við einu marki til viðbótar." Hann var ánægður með spilamennsku sinna manna. „Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við vorum í lægð fyrir nokkrum vikum en liðið er í mun betra standi í dag. Við þurfum nú fjögur stig til viðbótar til að vinna titilinn og ætlum við ekki að treysta á neina aðra en okkur sjálfa."Mynd/ValliWillum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því ekki að það hafi verið sárt að sjá KR-inga skora sigurmark leiksins. „Einn punktur hefði verið mjög góður fyrir okkur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að kyngja svona örlagamörkum," sagði hann. „Það hefur einkennt okkur í sumar að við erum alltaf líklegir, svo lengi sem okkar menn gefast aldrei upp rétt eins og í dag. En því miður þurftum við að taka enn eitt höggið á okkur." Skömmu fyrir jöfnunarmark Keflavíkur var Willum duglegur að öskra sína menn áfram. „Mér fannst slokkna á ákveðnum mönnum sem eru alltaf líklegir og geta breytt leikjum. Það eina sem við á hliðarlínunni getum er að reyna að kveikja í mönnum og ég vissi að þeir ættu mikið inni. Aron Bjarki tók þátt í upphitun með byrjunarliðsmönnum KR og hélt sér heitum allar 83 mínúturnar áður en hann kom inn á. „Skúli Jón var tæpur fyrir leikinn og því þurfti ég bara að vera klár. Það er bara í fínu lagi, sérstaklega þar sem þetta gekk svona vel. Nú þurfum við að klára Fylki á sunnudaginn og þá getum við kannski fagnað aðeins meira."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira