Enski boltinn

Þessir styðja ráðningu Capello

Fjöldi leikmanna og knattspyrnustjóra hafa nú tjáð sig um fyrirhugaða ráðningu Fabio Capello í starf þjálfara enska landsliðsins. Vísir skoðaði hvað þessir menn höfðu að segja um ítalska þjálfarrann.

Enski boltinn

Skotheld ráðning

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir enska knattspyrnusambandið vera að taka skothelda ákvörðun ef það klári að ganga frá ráðningu Fabio Capello í dag eins og reiknað er með.

Enski boltinn

Björgólfur setur fjóra milljarða í West Ham

Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham.

Enski boltinn

Eggert: Mjög stoltur af mínum störfum

Eggert Magnússon, sem verið hefur stjórnarformaður West Ham í rétt rúmt ár, mun hætta í dag. Hann mun jafnframt selja 5% hlut sinn í eignarhaldsfélaginu West Ham Holding sem á West Ham. Í samtali við Vísi sagðist hann vera mjög stoltur af sínum störfum hjá félaginu.

Enski boltinn

Capello mun fá 750 milljónir í árslaun

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að Fabio Capello sé í meginatriðum búinn að samþykkja tveggja og hálfs árs samning um að taka við enska knattspyrnulandsliðinu sem muni færa honum 750 milljónir króna í árslaun. Ef þetta reynist rétt yrði þetta stærsti samningur landsliðsþjálfara í sögunnni - talsvert hærri en sá sem forveri hans Sven-Göran Eriksson fékk á sínum tíma.

Enski boltinn

Beckham skellti sér á súlustað í Vegas

David Beckham nýtur þess í botn að vera í fríi frá knattspyrnunni og á dögunum skellti hann sér á strípibúllu í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann fór þangað með konu sinni Victoriu sem er á tónleikaferðalagi með Spice Girls og voru þau þrjá tíma innan um fáklæddar meyjar og kampavín.

Enski boltinn

Í hvoru liðinu ertu, Becks?

David Beckham hefur valdið miklu fjaðrafoki með nýjustu Armani auglýsingunni sinni. Hún hefur enn á ný vakið upp spurningar um kynhneigð knattspyrnumannsins og þykir nokkuð djörf.

Enski boltinn

Capello nýtur stuðnings þeirra stóru

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger eru báðir fylgjandi því að enska knattspyrnusambandið ráði Ítalann Fabio Capello landsliðsþjálfara Englendinga. Capello þykir nú líklegastur til að taka við starfinu eftir að Jose Mourinho datt út úr myndinni og hann mun eiga fund með sambandinu á morgun.

Enski boltinn

Ráðning Capello yfirvofandi

Nú lítur út fyrir að fátt komi í veg fyrir að Fabio Capello verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að Jose Mourinho gaf frá sér starfið í gær.

Enski boltinn