Enski boltinn

Kona Shevchenko með heimþrá?

Ítalska dagblaðið Gazzetta Dello Sport greindi frá því í dag að kona Andriy Shevchenko hjá Chelsea hafi hringt grátandi í varaforseta AC Milan og tjáð honum að flutningur þeirra hjóna til Lundúna hafi verið stór mistök.

Enski boltinn

Wenger fær enn eina sektina

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar.

Enski boltinn

Whelan íhugar að höfða mál gegn West Ham

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist vera að íhuga að höfða mál á hendur West Ham og ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að West Ham hafi sloppið fáránlega vel með 5,5 milljón punda sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum og vill að minnst 10 stig verði dregin af liðinu.

Enski boltinn

Ashley Cole fær óblíðar móttökur

Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea fær væntanlega óblíðar móttökur á Emirates vellinum á sunnudaginn þegar hann spilar sinn fyrsta leik með Chelsea á gamla heimavellinum. Stuðningsmenn Arsenal eru tilbúnir með ávexti og grænmeti sem gæti átt eftir að rigna yfir leikmanninn.

Enski boltinn

Dabo íhugar að fara í mál við Barton

Miðjumaðurinn Ousmane Dabo hjá Manchester City segist vera að íhuga að fara í mál við félaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi lamdi hann til óbóta á æfingu hjá félaginu á dögunum. Bresku blöðin segja að Dabo hafi litið út eins og fílamaðurinn eftir hnefahögg félaga síns. Dabo kallar Barton skræfu fyrir að kýla sig kaldan af ástæðulausu.

Enski boltinn

Shevchenko fær skaðabætur frá Mirror

Andriy Shevchenko, leikmanni Chelsea, hafa verið dæmdar umtalsverðar skaðabætur eftir að hann vann meiðyrðamál á hendur breska blaðinu The Mirror. Hann fór í mál við blaðið eftir að það birti greinar þar sem hann var sakaður um að vera njósnari Roman Abramovich eiganda félagsins í búningsherberginu og var sagður bera allt sem Jose Mourinho segði í eiganda félagsins.

Enski boltinn

Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi

Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool.

Enski boltinn

Reina rændur

Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun.

Enski boltinn

Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum.

Enski boltinn

Engin skrúðganga hjá Sunderland

Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið.

Enski boltinn

Benitez vill gera betur í deildinni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

Enski boltinn

Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea

Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár.

Enski boltinn

Joey Barton í banni út leiktíðina

Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn.

Enski boltinn

Kitson eyðilagði endurkomu Owen

Michael Owen spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með liði Newcastle í eitt ár þegar hans menn töpuðu 1-0 fyrir Reading á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Owen skoraði reyndar mark eftir 7 mínútna leik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var Dave Kitson sem skoraði sigurmark Íslendingaliðsins eftir 52 mínútna leik og heldur liðið enn í von um sæti í Evrópukeppninni.

Enski boltinn

Kevin Nolan: Allardyce er ekki að taka við öðru liði

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segist enn vera í miklu uppnámi vegna ákvörðunar Sam Allardyce að hætta sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Hann segist hlakka til þess að spila fyrir Sammy Lee, en fullvissar alla um að Allardyce hafi ekki verið að hætta hjá félaginu til að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá öðru liði í úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Enski boltinn

Lee tekinn við Bolton

Sammy Lee hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bolton í stað Sam Allardyce sem hætti störfum um helgina. Lee er 48 ára gamall og var áður aðstoðarmaður Allardyce. Hann hefur einnig starfað með Liverpool og enska landsliðinu. Lee segist ætla að halda áfram því góða starfi sem Allardyce hafi verið að vinna hjá félaginu.

Enski boltinn

Ívar Ingimars: Mitt hlutverk að halda aftur af Owen

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Reading tekur á móti Newcastle. Þetta verður fyrsti leikur Michael Owen með liði sínu síðan hann meiddist illa á HM í sumar og það kemur í hlut Ívars Ingimarssonar að gæta þess að Owen skori ekki í endurkomunni.

Enski boltinn

Sven Göran: Ég er vel liðinn á Englandi

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist aldrei hafa fundið fyrir öðru en að hann væri vel liðinn á Englandi í stjórnartíð sinni. Hann viðurkennir að liðið hefði átt að standa sig mun betur á HM í sumar.

Enski boltinn

Wenger: Við sköpum flest færi allra liða

Arsene Wenger var ekki ánægður með það hvað hans menn í Arsenal fóru illa með færin í dag þegar liðið lagði Fulham 3-1 á heimavelli. Hann segir liðið skulda stuðningsmönnunum að hirða þriðja sætið í deildinni.

Enski boltinn

Arsenal lagði Fulham

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal lagði Fulham 3-1 á Emirates vellinum. Heimamenn voru ekki sérstaklega sannfærandi í leiknum en komust yfir með marki Julio Baptista strax eftir fjórar mínútur. Simon Davies jafnaði fyrir Fulham á 78. mínútu en þeir Adebayor og Gilberto (víti) innsigluðu sigur Arsenal í lokin. Heiðar Helguson kom inn sem varamaður hjá Fulham á 60. mínútu.

Enski boltinn

Birmingham og Sunderland í úrvalsdeild á ný

Topplið Birmingham og Sunderland í ensku Championship deildinni tryggðu sér bæði sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar keppinautar liðsins í Derby County töpuðu fyrir Crystal Palace. Fyrrum samherjarnir Steve Bruce og Roy Keane hjá Manchester United eru knattspyrnustjórar liðanna, en stutt er síðan bæði lið voru í úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Sam Allardyce hættur hjá Bolton

Sam Allardyce sagði í dag af sér sem knattspyrnustjóri Bolton. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn liðsins. "Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, en það er kominn tími á breytingar hjá Bolton," sagði Allardyce. Hann hefur undanfarið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Enski boltinn

Ballack fór í uppskurð

Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea fór í ökklauppskurð í gær og óvíst er hvort hann verður meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea á lokasprettinum en miðvörðurinn Ricardo Carvalho meiddist á hné í dag og verður tæplega meira með liðinu í vor.

Enski boltinn

Ferguson: Skulda Sam tvo stóra kossa

Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli.

Enski boltinn

Gammarnir svífa yfir Elland Road

Nú er aðeins ein umferð eftir af ensku Championship deildinni og þar eru Birmingham og Sunderland nánast búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Leeds United, sem náði langt í Meistaradeild Evrópu fyrir nokkrum árum, er nánast dauðadæmt til að falla niður í 1. deild - eða C-deildina á Englandi.

Enski boltinn

Ferguson: Við eigum skilið að vinna deildina

Sir Alex Ferguson stökk hæð sína af gleði í dag þegar hans menn unnu dramatískan sigur á Everton og tryggðu sér fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ferguson segir að liðið ef hans menn verði meistarar - sé það vegna þess að þeir eigi það skilið.

Enski boltinn

Mourinho: Þetta er ekki búið enn

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitar alfarið að gefast upp í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þó hans menn séu nú fimm stigum á eftir toppliði Manchester United eftir leiki dagsins. Chelsea náði aðeins jafntefli við Bolton á heimavelli í dag á meðan United vann dramatískan sigur á Everton á útivelli.

Enski boltinn

Hermann skoraði sjálfsmark

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum.

Enski boltinn

West Ham heldur enn í vonina

West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið.

Enski boltinn