Enski boltinn

Jóhannes Karl lék í tapi Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Burnley tapaði óvænt fyrir botnliði QPR í ensku B-deildinni í gær, 2-0, á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 48. mínútu í leiknum.

Damion Stewart og Rowan Vine skoruðu mörk QPR í leiknum en liðið er nú með tutttugu stig í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Preston.

Burnley er í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig og missti af gullnu tækifæri til að koma sér í 4.-5. sæti.

Stjóri Burnley, Owen Coyle, vildi þó ekki gagnrýna leikmenn sína þar sem þetta var sjötti leikur liðsins á síðustu sautján dögum.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í ágúst síðastliðnum en honum var frestað þar sem leikmaður QPR, Ray Jones, lést í bílslysi skömmu fyrir leik.

„Við tileinkum Ray Jones þennan sigur. Hann var frábær drengur og hugsum hlýtt til hans," sagði Luigi De Canio, knattspyrnustjóri QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×