Enski boltinn

Eggert sagður hætta í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West  Ham.
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Breska dagblaðið Independent segir að Eggert Magnússon muni í dag hætta sem stjórnarformaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.

Það segir að Björgólfur Guðmundsson muni taka við stöðunni og að aðstoðarmaður hans, Ásgeir Friðgeirsson, verði sennilega varaformaður stjórnarinnar.

Blaðið segir enn fremur að Björgólfur ætli sér að skáka stórveldunum í enskri knattspyrnu og að breytingarnar séu liður í þeim áætlunum sínum.

Björgólfur hefur farið fyrir skipulagningu á byggingu nýs leikvangs sem mun taka sextíu þúsund áhorfendur í sæti.

Þá mun félagið einnig hafa í hyggju að ráða mann með mikla reynslu úr evrópskri knattspyrnu í stöðu yfirmanns knattspyrnmála. Hlutverk hans verður að vinna við hlið Alan Curbishley knattspyrnustjóra.

Óvíst er hvort að Eggert Magnússon ætli að halda sínum fimm prósenta hlut í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×