Enski boltinn

Everton í undanúrslit deildarbikarsins

NordicPhotos/GettyImages

Everton varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins þegar liðið lagði West Ham 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0.

Carlton Cole kom West Ham yfir í leiknum þegar hann fékk langa sendingu frá Lucas Neill og skoraði framhjá Tim Howard í markinu. Leon Osman jafnaði fyrir gestina fimm mínútum fyrir hlé, en það var svo hinn sjóðheiti Yakubu sem skoraði sigurmark gestanna á 88. mínútu þegar hann nýtti sér skelfileg mistök þeirra Robert Green markvarðar og Danny Gabbidon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×