Enski boltinn

Terry Butcher hættur hjá Brentford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry Butcher, fráfarandi knattspyrnustjóri Brentford.
Terry Butcher, fráfarandi knattspyrnustjóri Brentford. Nordic Photos / Getty Images

Terry Butcher er hættur sem knattspyrnustjóri enska D-deildarliðsins Brentford eftir aðeins sjö mánuði í starfi.

Brentford má muna fífil sinn fegurri en ekki er langt síðan að liðið var nálægt því að komast upp í næstefstu deild í Englandi.

Aðstoðarmaður hans, Andy Scott, mun stýra liðinu þar til nýr knattspyrnustjóri finnst.

Brentford hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum, þar á meðal 7-0 fyrir Peterbrough og eru nú í nítjánda sæti deildarinnar. Liðið er aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Þó nokkrir Íslendingar hafa leikið með Brentford á undanförnum árum, til að mynda Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×