Enski boltinn

Artur Boruc vill fara frá Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Artur Boruc, leikmaður Celtic.
Artur Boruc, leikmaður Celtic. Nordic Photos / AFP

Pólski markvörðurinn Artur Boruc hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá Celtic eftir að tímabilinu lýkur í sumar.

Þetta kom fram í viðtali við fjölmiðla í Póllandi og sagði hann að hann vildi láta reyna á sig í stærri deild en þeirri skosku.

„Celtic vill fá meira en tíu milljónir punda fyrir mig en mér finnst það of mikið. Ég verð því að bíða og sjá hvað vill verða," er haft eftir honum.

Boruc er samningsbundinn Celtic til ársins 2009 en hann á við meiðsli að stríða eins og er og stefnir á að vera búinn að ná sér á strik er Celtic mætir Rangers í skosku deildinni þann 2. janúar næstkomandi.

„Ég hef til mikils að hlakka til á tímabilinu, sérstaklega hvað Meistaradeildina varðar og svo verður gaman að spila á EM í sumar. En það getur margt breyst á skömmum tíma í fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×