Enski boltinn

Capello spilar ekki sexí fótbolta

Gullit veit manna best hvernig Capello stýrir liðum sínum
Gullit veit manna best hvernig Capello stýrir liðum sínum NordicPhotos/GettyImages

Ruud Gullit segir að Englendingum væri hollast að venjast því að horfa á leiðinlega knattspyrnu ef knattspyrnusambandið ræður Fabio Capello landsliðsþjálfara.

Hollendingurinn þekkir leikaðferðir Fabio Capello inn og út eftir að hafa spilað undir hans stjórn og segir að þó þær séu vissulega árangursríkar - megi enskir ekki gera sér vonir um að spila "sexí" fótbolta undir hans stjórn ef hann verður ráðinn til að taka við landsliðinu.

"Ég spilaði fyrir Capello í fjögur ár og hann er þjálfari sem leikur til sigurs. Hann leggur ekki upp með að spila skemmtilega knattspyrnu heldur hugsar hann fyrst og fremst um að vinna - ekkert annað," sagði Hollendingurinn.

"Það er erfitt að teikna góðan sóknarleik upp á töflu og þegar þú ert með hæfileikaríka sóknarmenn, sjá þeir gjarnan um þá hlið mála fyrir þig. En varnarleikurinn er allt annað og þar snýst þetta allt um aga og vinnusemi. Mun enska landsliðið spila skemmtilegan og fallegan bolta ef Capello tekur við? Nei, ég held ekki. Hann vill abra vinna leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×