KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 14:50 Úr leik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónus-deildar karla. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardag var ákveðið að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Hannes S. Jónsson.VÍSIR/VILHELM „Bosman A eru leikmenn sem koma frá löndum innan EES-svæðisins á meðan Bosman B eru Evrópumenn sem koma frá löndum utan EES, til að mynda Serbía. Þannig geta lið verið með þrjá leikmenn frá Evrópu ásamt einum leikmanni frá Bandaríkjunum. Það má segja að það sé verið að opna þetta meira en áður var,“ sagði Hannes við Vísi. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum.“ „Frá og með næsta keppnistímabili mega vera fjórir erlendir leikmenn á skýrslu og átta íslenskir leikmenn. Af þessum fjórum erlendu leikmönnum má einn vera sem fellur ekki undir Bosman A og B skilgreininguna.“ „Það sem maður er að vonast eftir er að það komist samfella í þetta til framtíðar. Við horfðum til annarra landa sem hafa verið að gera þetta. Þessa vegna er verið að horfa í átta uppalda eða átta Íslendinga á skýrslu frekar en að takmarka hversu margir eru inn á vellinum hverju sinni, það væri erfitt í framkvæmd.“ Hannes tók einnig fram að KKÍ hefði horft til annarra landa í svipaðri stöðu. Jafnframt tók hann fram að sömu reglur gildi fyrir allar deildir bæði karla og kvenna. Körfubolti KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardag var ákveðið að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Hannes S. Jónsson.VÍSIR/VILHELM „Bosman A eru leikmenn sem koma frá löndum innan EES-svæðisins á meðan Bosman B eru Evrópumenn sem koma frá löndum utan EES, til að mynda Serbía. Þannig geta lið verið með þrjá leikmenn frá Evrópu ásamt einum leikmanni frá Bandaríkjunum. Það má segja að það sé verið að opna þetta meira en áður var,“ sagði Hannes við Vísi. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum.“ „Frá og með næsta keppnistímabili mega vera fjórir erlendir leikmenn á skýrslu og átta íslenskir leikmenn. Af þessum fjórum erlendu leikmönnum má einn vera sem fellur ekki undir Bosman A og B skilgreininguna.“ „Það sem maður er að vonast eftir er að það komist samfella í þetta til framtíðar. Við horfðum til annarra landa sem hafa verið að gera þetta. Þessa vegna er verið að horfa í átta uppalda eða átta Íslendinga á skýrslu frekar en að takmarka hversu margir eru inn á vellinum hverju sinni, það væri erfitt í framkvæmd.“ Hannes tók einnig fram að KKÍ hefði horft til annarra landa í svipaðri stöðu. Jafnframt tók hann fram að sömu reglur gildi fyrir allar deildir bæði karla og kvenna.
Körfubolti KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira