Enski boltinn

Van Persie klár í slaginn um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie í leiknum í gær.
Robin van Persie í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Robin van Persie átti góðan leik gegn Steaua Búkarest í Meistaradeildinni í gær og vonast til að geta tekið þátt í leik Arsenal og Chelsea um helgina.

Van Persie hefur átt við hnémeiðsli að stríða og var frá vegna tvo mánuði vegna þessa.

Hann byrjaði leiktíðina vel með Arsenal og skoraði sjö mörk í tíu leikjum. Síðan hann meiddist hefur hins vegar Emmanuel Adebayor verið helsti markaskorari Arsenal.

„Ég verð klár í slaginn ef stjórinn vill nota mig," sagði van Persie. „En ég er ekki orðinn 100% leikfær enda þarf nokkra leiki til að ná því. Ég gæti auðveldlega spilað í 60-65 mínútur en 90 mínútur er of mikið fyrir mig eins og er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×