Enski boltinn

Bangura verður vísað úr landi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Al Bungara ræðir hér við Wayne Rooney, leikmann Manchester United.
Al Bungara ræðir hér við Wayne Rooney, leikmann Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnumanninum Al Bangura verður vísað úr Bretlandi eftir að honum var ekki veitt hæli þar í landi.

Bangura er leikmaður Watford og kom til Bretlands fyrir fjórum árum síðan frá Sierra Leone, eftir að hafa gengið í gegnum miklar raunir í heimalandi sínu.

Hann er nítján ára gamall og varð faðir fyrir einungis níu dögum síðan. Félagið stóð heilshugar á bak við áfrýjun hans sem hann tapaði nú í dag.

Forráðamenn Watford segjast eyðilagðir vegna þessa og segja að líf hans verði í hættu þegar hann komi aftur til síns heimalands.

Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við Watford í apríl árið 2005 og hefur síðan þá komið við sögu í fimmtíu leikjum og skorað í þeim eitt mark.


Tengdar fréttir

Leikmanni Watford gæti verið vísað úr landi

Alhassan Bangura, leikmaður á mála hjá Watford í Englandi, á það á hættu að verða vísað úr landi þar sem engin opinber gögn virðast til um tilvist hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×