Enski boltinn

Viðurkennir að hafa skorað með hendinni

NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur viðurkennt að hafa skorað fyrsta mark liðsins í 2-1 sigri á Manchester City með hendinni á sunnudaginn.

Mark Chimbonda var fyrsta mark leiksins og urðu leikmenn City skiljanlega brjálaðir út í dómarana fyrir að leyfa það - því Chimbonda virtist líka vera rangstæður þegar hann skoraði markið. Rolando Bianchi jafnaði síðar metin fyrir City en það var Jermain Defoe sem tryggði Lundúnaliðinu sigurinn - aðeins þann þriðja á allri leiktíðinni í deildinni.

"Ég fékk bara boltann í mig, fyrst í bringuna en svo í hendina. Dómarinn dæmdi ekki neitt og því stóð markið. Maður þarf stundum að hafa heppnina með sér í þessu," sagði Chimbonda í samtali við Times, en heppnin hefur ekki beinlínis verið á bandi Tottenham í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×