Enski boltinn

Þessir styðja ráðningu Capello

Fjöldi leikmanna og knattspyrnustjóra hafa nú tjáð sig um fyrirhugaða ráðningu Fabio Capello í starf þjálfara enska landsliðsins. Vísir skoðaði hvað þessir menn höfðu að segja um ítalska þjálfarrann.

Gianfranco Zola: "Jafnvel þó Jose Mourinho hafi verið inni í myndinni, held ég að Capello sé enn hæfari þjálfari ef eitthvað er og þetta verður gríðarleg áskorun fyrir hann."

Sven-Göran Eriksson: "Fabio Capello er skotheldur kostur í starfið. Ég hef þekkt hann lengi og hann hefur það sem til þarf til að stýra enska landsliðinu til sigurs á stórmóti." 

Claudio Ranieri: "Capello hefur hæfileika til að velja bestu mennina í liðið hverju sinni og hann velur þá leikmenn sem ná best saman. Það hljómar einfalt, en liðið er mikilvægara en einstaklingarnir."

Dino Zoff: "Englendingar geta nú farið að láta sig dreyma um að vinna eitthvað aftur því Capello mun koma þeim í bestu aðstöðu til þess sem þeir hafa verið í lengi - betri en Sven-Göran Eriksson."

Arrigo Sacchi: "Capello er kjörinn í þetta starf. Ef þetta enska lið getur unnið eitthvað á annað borð, er Capello maðurinn til að fá það til að gera það."

Ruud Gullit: "Capello er ekki í þessu til að skemmta fólki heldur til þess að vinna. Hann hlær ekki mikið og er fýldur, en hann veit hvað hann vill. Þú verður að gera hlutina eins og hann segir þér að gera þá - annars færðu hárblástur."

Arsene Wenger: "Ég hef þekkt Fabio lengi og hann er fyrirtaks möguleiki í þetta starf. Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af tæknilegu hliðinni hjá honum og svo er hann frábær karakter og sterkur maður."

Sir Alex Ferguson: "Í hinum fullkomna heimi hefði verið ráðinn Englendingur í starfið því það er það sem allir vilja. En það sem er mikilvægast fyrir landsliðið er að finna hæfasta þjálfarann og þar eru takmarkaðir valkostir á Englandi."

Clarence Seedorf: "Enska landsliðið á góða leikmenn en þeir hafa ekki verið að ná þeim árangri sem menn óskuðu. Capello veit þetta og því er starfið honum mikil áskorun. Hann á eftir að gera hörkulið úr þeim efnivið sem hann hefur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×