Enski boltinn

Beckham kennir Snoop Dogg fótbolta

Snoop og Becks í góðum anda
Snoop og Becks í góðum anda Mynd/Netið

Rapparinn Snoop Dogg er ekki vanur að starfa með viðvaningum og þegar kom að því að læra undirstöðuatriðin í fótbolta, leitaði hann til David Beckham.

Snoop er nú að hefja tökur á raunveruleikasjónvarpsþætti sem heitir Snoop Dogg´s Father Hood og þar verður knattspyrnan ofarlega á baugi þar sem synir rapparans eru miklir fótboltagarpar.

Snoop leitaði því til enska knattspyrnugoðsins og fékk hjá honum góð ráð m.a. í aukaspyrnunum. Þeir æfðu saman í nokkra tíma á landareign rapparans í Los Angeles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×