Enski boltinn

Capello nálgast landsliðsþjálfarastarfið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello gæti verið næsti landsliðsþjálfari Englands.
Fabio Capello gæti verið næsti landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar segja að ráðning Fabio Capello sé á næsta leiti. Sagt er að hann muni fara til Englands í dag og að gengið verði jafnvel frá ráðningasamningi fyrir vikulok.

Fréttastofa BBC segir að nú þegar sé búið að hafa samband við Capello og að viðræður munu halda áfram á næstu dögum.

Ef Capello tekur ekki við starfinu er Marcello Lippi talinn líklegastur til að verða ráðinn.

Jose Mourinho var einnig talinn líklegur til að hljóta starfið en hann gaf það frá sér eftir viðræður við þá Brian Barwick, formann enska knattspyrnusambandsins og Sir Trevor Brooking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×