Enski boltinn

Xabi Alonso getur spilað með Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alonso meiddist síðast í leik gegn Arsenal þann 28. október síðastliðinn.
Alonso meiddist síðast í leik gegn Arsenal þann 28. október síðastliðinn. Nordic Photos / Getty Images

Spánverjinn Xabi Alonso er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir langvarandi meiðsli og gæti spilað með Liverpool gegn Manchester United um helgina.

Alonso hefur verið frá vegna beinbrots í fæti undanfarna mánuði og greindi Rafael Benitez, stjóri Liverpool, frá því í dag að hann er byrjaður aftur að æfa.

„Vonandi verður hann orðinn leikfær fyrir helgina," sagði Benitez. „Það gæti þó háð honum að hann hefur ekki æft lengi en hvað líkamlegt ástand hans varðar verður hann klár í slaginn."

Benitez sagði að Steve Finnan væri tæpur fyrir leikinn um helgina en hann lék ekki með Liverpool gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni. Þá hefur Daniel Agger ekki jafnað sig á sínum meiðslum og verður ekki með um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×