Enski boltinn

Eggert gæti hætt afskiptum af West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham.
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images

The Guardian greinir frá því að líklegt sé að Eggert Magnússon hætti öllum afskiptum af enska úrvalsdeildarliðinu West Ham og að gengið verði frá því nú fyrir jól.

Eggert vildi ekki ræða við blaðamann Vísis þegar haft var samband við hann vegna þessa.

The Guardian segir að Björgólfur Guðmundsson eigi 95% hlut í West Ham en Eggert fimm prósent.

Nýlega var ráðinn framkvæmdarstjóri til félagsins og hætti þar með Eggert afskiptum af daglegum rekstri félagsins. Hann er þó enn formaður stjórnarinnar en nú eru blikur á lofti að það gæti breyst á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×