Erlent

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Erlent

Tímenningum verður vísað úr landi

Tíu útlendingar sem sagðir eru ógna öryggi breska ríkisins voru í morgun handteknir í Bretlandi. Þeim verður vísað úr landi en mannréttindasamtök fordæma það.

Erlent

Sprenging í verksmiðju í Detroit

Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar efnaverksmiðja sprakk í úthverfi Detroit borgar í Bandaríkjunum í morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni en björgunarlið hefur átt í erfiðleikum með að nálgast bygginguna vegna gríðarlegs elds og reyks. Þá er enn hætta á frekari sprengingum og felast björgunaraðgerðir nú í því að koma fólki á öruggan stað.

Erlent

Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu.

Erlent

Eiginkona Pinochets handtekin

Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990.

Erlent

Lögreglumenn glæpsamlegastir

Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum.

Erlent

Handtóku grunaða hryðjuverkamenn

Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands.

Erlent

Vonirnar fara dvínandi

Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau.

Erlent

Reykjavík er fjórða dýrasta borgin

Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári.

Erlent

Leiðtogar afneita vandanum

Hungursneyð virðist vera að breiðast út um mið- og austanverða Afríku. Tuttugu milljónir manna eru sagðar í hættu vegna næringarskorts.

Erlent

Deilt um ný áfengislög í Bretlandi

Drykkjuvenjur Breta hafa orðið til þess að háværar deilur hafa spunnist um nýja áfengislöggjöf sem m.a. er ætlað að blása lífi í efnahag margra af borgum Englands og draga úr ofbeldi á götum úti. Andstæðingar löggjafarinnar segja hana hafa þveröfug áhrif.

Erlent

Rjúfa innsigli á kjarnorkuveri

Íranar hafa rofið innsigli á kjarnorkuveri þar sem þeir geta auðgað úran sem nota má til vopnaframleiðslu. Mikil spenna hefur myndast vegna málsins og standa yfir neyðarfundir hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni.

Erlent

Khodorkovskí íhugar þingframboð

Rússneski auðmaðurinn Míkhaíl Khodorkovskí, sem fyrr á árinu var dæmdur í fangelsi vegna fjármálamisferla, segist enn vera að íhuga að bjóða sig fram til rússneska þingsins þótt hann sitji á bak við lás og slá. Stjórnmálafræðingar víða um heim telja að Khodorkovskí hafa fyrst og fremst verið fangelsaður þar sem hann var að íhuga framboð og var talin mikil ógn við núverandi stjórnarherra.

Erlent

Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum

Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri.

Erlent

Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt

Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af.

Erlent

Tortrygginn vegna úranauðgunar

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu.

Erlent

Bjóða tryggingar gegn hraðasektum

Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða.

Erlent

Flókin staða í norskri pólitík

Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta.

Erlent

Rússar að hefna sín á Póverjum?

Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu.

Erlent

Sex hermenn drepnir í Írak

Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003.

Erlent

Fuglaflensa breiðist út í Síberíu

Fuglaflensa heldur áfram að breiðast út í Síberíu í Rússlandi. Samkvæmt <em>Interfax</em>-fréttastofunni eru sýkt svæði í Rússlandi nú alls 14. 35 þúsund alifuglum hefur verið slátrað í héraðinu Novosibirsk, þar sem veiran greindist síðast, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hennar. Alls hafa ríflega átta þúsund villtir fuglar fundist dauðir í Síberíu og eru yfirvöld þar mjög á varðbergi.

Erlent

Auðgun íransks úrans hafin

Íranar rufu í gær innsigli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í kjarnorkuverinu í Isfahan og því er ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti hafið auðgun úrans.

Erlent

Óttast um afdrif 60 hermanna

Nepölsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum sextíu hermanna sem ekkert hefur spurst til í nokkurn tíma. Lík fjörutíu félaga þeirra fundust í vikunni en þeir féllu í átökum við uppreisnarmenn maóista.

Erlent

Óttast frekari olíuverðshækkanir

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum.

Erlent

Stoltenberg sigurstranglegastur

Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september.

Erlent

30 drukknuðu á Indlandi

Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð.

Erlent

Aftur verði ráðist á Lundúnir

Hryðjuverk í fjármálahverfi Lundúna er einungis tímaspursmál, að mati James Hart, sem stýrir lögreglunni þar. Hann fullyrðir að hryðjuverkamenn hafi kynnt sér aðstæður með áherslu á frægar byggingar, stórfyrirtæki og merka staði á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja sem mesta athygli, valda sem mestum skaða og sem mestu mannfalli.

Erlent

Erfið vist hjá Khodorkovsky

Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum.

Erlent