Erlent

Reykjavík er fjórða dýrasta borgin

Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. Osló er næst dýrasta borg heims en alls eru fjórar borgir á Norðurlöndum meðal þeirra tíu dýrustu. London fellur um tvö sæti, úr því sjötta í það áttunda og enga bandaríska borg er að finna í þrjátíu efstu sætunum, New York er efst bandarískra borga í 35. sæti. Teheran, höfuðborg Írans, er ódýrust 130 borga heims sem könnunin tók til. Dýrustu borgir heims Tókýó Osló Osaka Reykjavík París Kaupmannahöfn Zürich London Genf Helsinki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×