Erlent

Lögreglumenn glæpsamlegastir

Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum. Afbrotum frömdum af undirborguðum og illa þjálfuðum lögreglumönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ýmsir sérfræðingar halda því einnig fram að stöðugar óeirðir í Téténíu hafi leitt til þess að löggæslustofnanir beiti ofbeldi í auknum mæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×