Erlent

Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu. Mótmælin stóðu yfir í margar klukkustundir og fóru friðsamlega fram þrátt fyrir mannfjöldann. Þau mörkuðu tímamót að því leyti að allra strangtrúuðustu gyðingarnir tóku þátt í mótmælunum. Hingað til hafa þeir haldið sig til hlés. Ariel Sharon forsætisráðherra gagnrýndi Benjamin Netanyahu harðlega fyrir að afsögn sína úr ríkisstjórn vegna brottflutningsins. Hann sagði Netanyahu hafa verið einstaklega ábyrgðarlausan og gat sér þess til að fjármálaráðherrann fyrrverandi hefði látið stjórnast af skoðanakönnunum. Ísraelski herinn lauk í gær undirbúningi sínum fyrir brottflutninginn. Æfingar þeirra gerðu ráð fyrir að allt gæti farið á versta veg, Palestínumenn skotið eldflaugum að flutningunum, landtökumenn brugðist við með ofbeldi og að búnaður bilaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×