Erlent

Tortrygginn vegna úranauðgunar

MYND/AP
George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu. Bush sagði að ef Íranar sýndy ekki samstarfsvilja myndu þeir hugsanlega eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Bush sagði það ekki liðið að Íranar hunsuðu kröfur annarra ríkja heimsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×