Erlent

Fundu 1,5 tonn af kannabisefnum

Franskir tollverðir lögðu hald á eitt og hálft tonn af kannabisefnum fyrr í mánuðinum. Það sem af er ári hafa tollverðir í Frakklandi því lagt hald á yfir 50 tonn af þess konar efnum. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit við landamæri Spánar í vörubíl en að undanförnu hefur átak verið í gangi sem hefur gengið vel eins og fyrrgreindar tölur sýna. Bílstjórinn var handtekinn en hann er 43 ára Íri. Talið er að andvirði efnanna sé um 3,2 milljónir evra, eða um 260 milljónir íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×