Erlent Sendiherra kallaður heim Stjórnvöld í Perú hafa kallað sendiherra sinn í Japan heim sökum þeirrar ákvörðunar japanskra stjórnvalda að berjast fyrir rétti Alberto Fujimori sem bíður nú framsals til Perú frá Chile. Erlent 12.11.2005 06:00 Andstæðingar Mubarak tapa Ayman Nour, einn helsti andstæðingur Hosni Mubarak Egyptalandsforseta, missti þingsæti sitt til frambjóðanda stjórnarflokksins í fyrstu umferð egypsku þingkosninganna sem fram fór í vikunni. Einn öflugasti liðsmaður Bræðralags múslima tapaði jafnframt í sínu kjördæmi enda þótt hreyfingin virðist almennt hafa bætt við sig fylgi. Erlent 12.11.2005 05:45 Níu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi Karlmaður í Helsinki í Finnlandi hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að beita tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi í fjölda ára auk annars líkamlegs ofbeldis. Erlent 12.11.2005 05:30 Skatttekjur aukast 2006 Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur lagt fram endurskoðað frumvarp að fjárlögum fyrir næsta ár. Samkvæmt því hækka skattar og opinber gjöld um 6,4 milljónir norskra króna miðað við það sem ríkisstjórn Bondeviks hafði gert ráð fyrir. Erlent 12.11.2005 04:30 Skólinn skiptir máli Hafi Dani stutta skólagöngu að baki er líklegast að hann hangi lengstum á barnum og dreypi á öli en sé um langskólagenginn Dana að ræða svigna hillur hans af bókum og hann sækir leikhús og óperur. Erlent 12.11.2005 03:00 Gerólíkur öðrum krókódílum Vísindamenn hafa fundið hauskúpu af sjávarkrókódíl sem svamlaði um heimsins höf fyrir 135 milljónum ára. Erlent 12.11.2005 02:45 Sirleaf kjörin forseti Líberíu Allt bendir til að Ellen Johnson-Sirleaf sé sigurvegari forsetakosninganna í Líberíu. Hún er þar með fyrsta konan sem er kjörin forseti Afríkuríkis. Erlent 12.11.2005 02:00 Megirðu brenna í helvíti, Zarqawi „Megirðu brenna í helvíti, Abu Musab al-Zarqawi", hrópuðu þúsundir Jórdana á götum Amman í dag þar sem þeir mótmæltu hryðjuverkaárásum al-Qaida í fyrrakvöld. Þessi reiði Jórdana virðist hafa komið leiðtogum hryðjuverkasamtakanna á óvart því þeir sendu frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem reynt var að réttlæta sjálfsmorðssprengingarnar sem urðu nær sextíu manns að bana. Erlent 11.11.2005 19:38 Með sólarrafhlöður á þakinu Það hafa verið alls kyns vandræði með orkufyrirtækin í Kaliforníu undanfarin ár. Fjölskylda ein í ríkinu hefur litlar áhyggjur af því, enda keypti hún hús með sólarrafhlöðum á þakinu. Þær eru svo öflugar að rafmagnsreikningurinn er hreint hlægilegur. Erlent 11.11.2005 18:34 Karnival í Köln Köln í Þýskalandi er ekki fyrsta borgin sem kemur í hugann þegar minnst er á karnival. Kölnarbúar blása þó á slíkt og klukkan 11.11 í morgun, þann 11.11., hófst þeirra árlega kjötkveðjuhátíð. Hitastigið var heldur lægra en í Ríó í febrúar, enda voru búningarnir heldur efnismeiri en þar tíðkast. Erlent 11.11.2005 18:24 Færeyingar láta kanna meint fangaflug í sinni lofthelgi Færeyingar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem áhyggjur hafa af meintu fangaflugi bandarísku leyninþjónustunnar. Joannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hefur beðið dönsk yfirvöld að kanna hvort CIA hafi misnotað færeyska lofthelgi og flogið yfir lofthelgi eyjanna með grunaða hryðjuverkamenn í leynifangelsi þar sem þeir eru pyntaðir. Erlent 11.11.2005 17:15 Loks samkomulag um nýja ríkisstjórn í Þýskalandi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa loks komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn undir forystu Angleu Merkel, sem jafnframt verður fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara landsins. Samningaviðræður hafa tekið hátt í tvo mánuði, en kosningar fóru fram í landinu þann 18. september síðastliðinn. Erlent 11.11.2005 17:03 Stór hluti Janköping enn lokaður eftir rán Enn er stór hluti Janköping í Mið-Svíþjóð lokaður af eftir rán sem framið var í morgun á peningageymslu Securitas. Vélmenni sprengjuleitarsveitar lögreglunnar eru nú að kanna hvort sprengja sé í bíl ræningjanna sem fannst við ránsstaðinn. Erlent 11.11.2005 17:00 Rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl Tíu manns fórust þegar rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl, höfuðborg Afghanistan, í morgun. Vonskuveður var á svæðinu þegar slysið varð en talið er að vélin hafi skollið á fjalli með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 11.11.2005 14:30 Flugvöllurinn í Karlstad rýmdur vegna gruns um yfirvofandi árás Flugvöllurinn í Karlstad í Svíþjóð var rýmdur í morgun vegna gruns um að sjálfsmorðsprengjuárásarmaður væri um borð í einnig af vél SAS-flugfélagsins sem var uppi við flugvallarbygginguna. Erlent 11.11.2005 14:00 Banvænn stofn fuglaflensu í Kúveit H5N1-veiran hefur fundist í að minnsta kosti einum þeirra fugla sem fundust dauðir í Kúveit í vikunni en þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar, sem vitað er um, við Persaflóann. Þá fannst H5N2-afbrigði flensunnar í öðrum fugli, sem var fálki er var í sóttkví í Kúveit. Erlent 11.11.2005 13:49 Rice í óvæntri heimsókn í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Mósúl í Írak í morgun, en hún er að hefja ferðalag um Miðausturlönd. Aðspurð um ástæðu heimsóknarinnar sagði Rice að hún vildi hvetja stjórnmála- og trúarhópa til að leggja niður deilur og vinna að einingu innan landsins, en þingkosningar eru fyrirhugaðar í Írak eftir um mánuð. Erlent 11.11.2005 12:45 Meintur hryðjuverkamaður í haldi í Singapúr Lögregla í Singapúr greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann sem talinn er vera félagi í Jemaah Islamiah, armi al-Qaida í Suðaustur-Asíu. Að sögn yfirvalda hefur maðurinn tilheyrt samtökunum frá árinu 1990 og meðal annars undirgengist herþjálfun á vegum annarra herskárra samtaka í Pakistan. Erlent 11.11.2005 10:45 Óku inn í peningageymslu í Janköping Bíræfnir ræningar óku bíl á fullri ferð inn í peningageymslu Securitas í Janköping, austur af Gautaborg, í Svíþjóð snemma í morgun og byrjuðu á að læsa fjóra öryggisverði inni. Eftir að hafa safnað fjármunum saman hurfu þeir á braut og hefur lögregla fundið bíl sem talið er að þeir hafi notað til undankomunnar, en ræningjarnir eru ófundnir. Erlent 11.11.2005 10:30 Lögregla í París býr sig undir helgina Lögreglan í París sig nú undir helgina en talið er að framvinda óeirðanna næstu tvo sólarhringa muni gefa vísbendingu um þróun mála. Óeirðirnar hafa nú staðið í tvær vikur en nokkuð hefur dregið úr þeim undanfarna daga, sem meðal annars er rakið til þess að sveitastjórnir hafa beitt útgöngubanni. Erlent 11.11.2005 09:00 Fjölmenn mótmæli í Jórdaníu vegna hryðjuverka Fjölmenn mótmæli voru á götum úti í Jórdaníu í gær þar sem íbúar landsins eru æfareiðir vegna sjálfsmorðsárásanna sem urðu að minnsta kosti 56 manns að bana í Amman á miðvikudaginn. Hundruðir mótmælenda komu saman á götum Amman en mótmæli fóru einnig fram í öðrum borgum Jórdaínu. Erlent 11.11.2005 08:45 Staðfest í embætti á þingi Minnihlutastjórn íhaldsflokksins Lög og réttlæti var í gærkvöld staðfest í embætti er hún stóðst atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu í þjóðþinginu. Þingmenn stjórnarflokksins eru 155, en alls greiddu 272 af 460 fulltrúum atkvæði með traustsyfirlýsingunni. Erlent 11.11.2005 06:45 56 létust í árásum al-Kaída Erlent 11.11.2005 06:15 Með niðurgang í sautján daga Skoskri konu hafa verið dæmdar rúmar hundrað milljónir króna í skaðabætur en hún varð öryrki eftir að hafa snætt kínverskan mat á veitingahúsi í bænum East Kilbride, nærri Glasgow. Að því er dagblaðið Independent hermir var maturinn svo mettaður af salmonellusýklum að konan fékk niðurgang sem stóð yfir í sautján daga. Erlent 11.11.2005 06:15 Chirac harmar misrétti Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði í gær að það yrði áfram forgangsmál ríkisstjórnarinnar að binda enda á óeirðirnar sem geisað hafa í landinu í tvær vikur. Hann viðurkenndi jafnframt að félagslegt misrétti kynti undir óánægju meðal ungs fólks sem staðið hefur að uppþotunum í innflytjendahverfum franskra borga. Erlent 11.11.2005 06:00 Refapi fær nafn leikarans Breska gamanleikarann John Cleese þekkja flestir sem hóteleigandann í Fawlty Towers eða Ráðherra kynlegs göngulags (Minister for Silly Walks) í Monty Python-þáttunum. En nú hafa svissneskir vísindamenn séð til þess að hans verði líka minnst fyrir annað: refapa. Erlent 11.11.2005 06:00 Sakar þingmenn um firringu Staða Tonys Blair hefur veikst verulega eftir að neðri deild breska þingsins felldi umdeilt stjórnarfrumvarp. Blair segir hluta þingmanna veruleikafirrtan. Nokkrir hafa þegar boðað andstöðu við ýmis mál sem forsætisráðherrann hefur sagst ætla að beita sér fyrir en hann ætlar þó að sitja sem fastast út kjörtímabilið. Erlent 11.11.2005 05:15 Johnson-Sirleaf með forystu Útlit er fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði næsti forseti Líberíu. Hún lýsti yfir sigri í gærkvöld þegar um 91 prósent atkvæða höfðu verið talin. Þá hafði hún fengið um 59 prósent atkvæða en andstæðingur hennar, knattspyrnukappinn George Weah, 41 prósent. Erlent 11.11.2005 04:00 Peretz bar sigurorð af Peres Verkalýðsleiðtoginn Amir Peretz vann óvæntan sigur á Shimoni Peres í leiðtogakjöri ísraelska Verkamannaflokksins í gær. Stjórnarsamstarf flokksins og Likud-bandalagsins er talið í hættu og útlit fyrir að þingkosningar verði haldnar fyrr en áformað var. Erlent 11.11.2005 03:15 Sjónvarpsnet fyrir farsíma Finnar ætla að verða fyrstir til þess að koma á laggirnar einkareknu farsímasjónvarpsneti í Evrópu. Á næstunni verður starfsleyfið auglýst og rennur umsóknarfrestur út í janúar. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang verður hægt að horfa á sjónvarp í farsímanum. Farsímanet af þessu tagi hafa verið í tilraunanotkun í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu en einkarekstur á þessu sviði tíðkast hvergi annars staðar í heiminum. Að sögn viðskiptablaðsins Taloussanomat hefur tilraunin í Suður-Kóreu gengið illa. Erlent 11.11.2005 03:15 « ‹ ›
Sendiherra kallaður heim Stjórnvöld í Perú hafa kallað sendiherra sinn í Japan heim sökum þeirrar ákvörðunar japanskra stjórnvalda að berjast fyrir rétti Alberto Fujimori sem bíður nú framsals til Perú frá Chile. Erlent 12.11.2005 06:00
Andstæðingar Mubarak tapa Ayman Nour, einn helsti andstæðingur Hosni Mubarak Egyptalandsforseta, missti þingsæti sitt til frambjóðanda stjórnarflokksins í fyrstu umferð egypsku þingkosninganna sem fram fór í vikunni. Einn öflugasti liðsmaður Bræðralags múslima tapaði jafnframt í sínu kjördæmi enda þótt hreyfingin virðist almennt hafa bætt við sig fylgi. Erlent 12.11.2005 05:45
Níu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi Karlmaður í Helsinki í Finnlandi hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að beita tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi í fjölda ára auk annars líkamlegs ofbeldis. Erlent 12.11.2005 05:30
Skatttekjur aukast 2006 Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur lagt fram endurskoðað frumvarp að fjárlögum fyrir næsta ár. Samkvæmt því hækka skattar og opinber gjöld um 6,4 milljónir norskra króna miðað við það sem ríkisstjórn Bondeviks hafði gert ráð fyrir. Erlent 12.11.2005 04:30
Skólinn skiptir máli Hafi Dani stutta skólagöngu að baki er líklegast að hann hangi lengstum á barnum og dreypi á öli en sé um langskólagenginn Dana að ræða svigna hillur hans af bókum og hann sækir leikhús og óperur. Erlent 12.11.2005 03:00
Gerólíkur öðrum krókódílum Vísindamenn hafa fundið hauskúpu af sjávarkrókódíl sem svamlaði um heimsins höf fyrir 135 milljónum ára. Erlent 12.11.2005 02:45
Sirleaf kjörin forseti Líberíu Allt bendir til að Ellen Johnson-Sirleaf sé sigurvegari forsetakosninganna í Líberíu. Hún er þar með fyrsta konan sem er kjörin forseti Afríkuríkis. Erlent 12.11.2005 02:00
Megirðu brenna í helvíti, Zarqawi „Megirðu brenna í helvíti, Abu Musab al-Zarqawi", hrópuðu þúsundir Jórdana á götum Amman í dag þar sem þeir mótmæltu hryðjuverkaárásum al-Qaida í fyrrakvöld. Þessi reiði Jórdana virðist hafa komið leiðtogum hryðjuverkasamtakanna á óvart því þeir sendu frá sér aðra yfirlýsingu í dag þar sem reynt var að réttlæta sjálfsmorðssprengingarnar sem urðu nær sextíu manns að bana. Erlent 11.11.2005 19:38
Með sólarrafhlöður á þakinu Það hafa verið alls kyns vandræði með orkufyrirtækin í Kaliforníu undanfarin ár. Fjölskylda ein í ríkinu hefur litlar áhyggjur af því, enda keypti hún hús með sólarrafhlöðum á þakinu. Þær eru svo öflugar að rafmagnsreikningurinn er hreint hlægilegur. Erlent 11.11.2005 18:34
Karnival í Köln Köln í Þýskalandi er ekki fyrsta borgin sem kemur í hugann þegar minnst er á karnival. Kölnarbúar blása þó á slíkt og klukkan 11.11 í morgun, þann 11.11., hófst þeirra árlega kjötkveðjuhátíð. Hitastigið var heldur lægra en í Ríó í febrúar, enda voru búningarnir heldur efnismeiri en þar tíðkast. Erlent 11.11.2005 18:24
Færeyingar láta kanna meint fangaflug í sinni lofthelgi Færeyingar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem áhyggjur hafa af meintu fangaflugi bandarísku leyninþjónustunnar. Joannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, hefur beðið dönsk yfirvöld að kanna hvort CIA hafi misnotað færeyska lofthelgi og flogið yfir lofthelgi eyjanna með grunaða hryðjuverkamenn í leynifangelsi þar sem þeir eru pyntaðir. Erlent 11.11.2005 17:15
Loks samkomulag um nýja ríkisstjórn í Þýskalandi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa loks komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn undir forystu Angleu Merkel, sem jafnframt verður fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara landsins. Samningaviðræður hafa tekið hátt í tvo mánuði, en kosningar fóru fram í landinu þann 18. september síðastliðinn. Erlent 11.11.2005 17:03
Stór hluti Janköping enn lokaður eftir rán Enn er stór hluti Janköping í Mið-Svíþjóð lokaður af eftir rán sem framið var í morgun á peningageymslu Securitas. Vélmenni sprengjuleitarsveitar lögreglunnar eru nú að kanna hvort sprengja sé í bíl ræningjanna sem fannst við ránsstaðinn. Erlent 11.11.2005 17:00
Rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl Tíu manns fórust þegar rússnesk flutningavél fórst nálægt Kabúl, höfuðborg Afghanistan, í morgun. Vonskuveður var á svæðinu þegar slysið varð en talið er að vélin hafi skollið á fjalli með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 11.11.2005 14:30
Flugvöllurinn í Karlstad rýmdur vegna gruns um yfirvofandi árás Flugvöllurinn í Karlstad í Svíþjóð var rýmdur í morgun vegna gruns um að sjálfsmorðsprengjuárásarmaður væri um borð í einnig af vél SAS-flugfélagsins sem var uppi við flugvallarbygginguna. Erlent 11.11.2005 14:00
Banvænn stofn fuglaflensu í Kúveit H5N1-veiran hefur fundist í að minnsta kosti einum þeirra fugla sem fundust dauðir í Kúveit í vikunni en þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar, sem vitað er um, við Persaflóann. Þá fannst H5N2-afbrigði flensunnar í öðrum fugli, sem var fálki er var í sóttkví í Kúveit. Erlent 11.11.2005 13:49
Rice í óvæntri heimsókn í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Mósúl í Írak í morgun, en hún er að hefja ferðalag um Miðausturlönd. Aðspurð um ástæðu heimsóknarinnar sagði Rice að hún vildi hvetja stjórnmála- og trúarhópa til að leggja niður deilur og vinna að einingu innan landsins, en þingkosningar eru fyrirhugaðar í Írak eftir um mánuð. Erlent 11.11.2005 12:45
Meintur hryðjuverkamaður í haldi í Singapúr Lögregla í Singapúr greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann sem talinn er vera félagi í Jemaah Islamiah, armi al-Qaida í Suðaustur-Asíu. Að sögn yfirvalda hefur maðurinn tilheyrt samtökunum frá árinu 1990 og meðal annars undirgengist herþjálfun á vegum annarra herskárra samtaka í Pakistan. Erlent 11.11.2005 10:45
Óku inn í peningageymslu í Janköping Bíræfnir ræningar óku bíl á fullri ferð inn í peningageymslu Securitas í Janköping, austur af Gautaborg, í Svíþjóð snemma í morgun og byrjuðu á að læsa fjóra öryggisverði inni. Eftir að hafa safnað fjármunum saman hurfu þeir á braut og hefur lögregla fundið bíl sem talið er að þeir hafi notað til undankomunnar, en ræningjarnir eru ófundnir. Erlent 11.11.2005 10:30
Lögregla í París býr sig undir helgina Lögreglan í París sig nú undir helgina en talið er að framvinda óeirðanna næstu tvo sólarhringa muni gefa vísbendingu um þróun mála. Óeirðirnar hafa nú staðið í tvær vikur en nokkuð hefur dregið úr þeim undanfarna daga, sem meðal annars er rakið til þess að sveitastjórnir hafa beitt útgöngubanni. Erlent 11.11.2005 09:00
Fjölmenn mótmæli í Jórdaníu vegna hryðjuverka Fjölmenn mótmæli voru á götum úti í Jórdaníu í gær þar sem íbúar landsins eru æfareiðir vegna sjálfsmorðsárásanna sem urðu að minnsta kosti 56 manns að bana í Amman á miðvikudaginn. Hundruðir mótmælenda komu saman á götum Amman en mótmæli fóru einnig fram í öðrum borgum Jórdaínu. Erlent 11.11.2005 08:45
Staðfest í embætti á þingi Minnihlutastjórn íhaldsflokksins Lög og réttlæti var í gærkvöld staðfest í embætti er hún stóðst atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu í þjóðþinginu. Þingmenn stjórnarflokksins eru 155, en alls greiddu 272 af 460 fulltrúum atkvæði með traustsyfirlýsingunni. Erlent 11.11.2005 06:45
Með niðurgang í sautján daga Skoskri konu hafa verið dæmdar rúmar hundrað milljónir króna í skaðabætur en hún varð öryrki eftir að hafa snætt kínverskan mat á veitingahúsi í bænum East Kilbride, nærri Glasgow. Að því er dagblaðið Independent hermir var maturinn svo mettaður af salmonellusýklum að konan fékk niðurgang sem stóð yfir í sautján daga. Erlent 11.11.2005 06:15
Chirac harmar misrétti Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði í gær að það yrði áfram forgangsmál ríkisstjórnarinnar að binda enda á óeirðirnar sem geisað hafa í landinu í tvær vikur. Hann viðurkenndi jafnframt að félagslegt misrétti kynti undir óánægju meðal ungs fólks sem staðið hefur að uppþotunum í innflytjendahverfum franskra borga. Erlent 11.11.2005 06:00
Refapi fær nafn leikarans Breska gamanleikarann John Cleese þekkja flestir sem hóteleigandann í Fawlty Towers eða Ráðherra kynlegs göngulags (Minister for Silly Walks) í Monty Python-þáttunum. En nú hafa svissneskir vísindamenn séð til þess að hans verði líka minnst fyrir annað: refapa. Erlent 11.11.2005 06:00
Sakar þingmenn um firringu Staða Tonys Blair hefur veikst verulega eftir að neðri deild breska þingsins felldi umdeilt stjórnarfrumvarp. Blair segir hluta þingmanna veruleikafirrtan. Nokkrir hafa þegar boðað andstöðu við ýmis mál sem forsætisráðherrann hefur sagst ætla að beita sér fyrir en hann ætlar þó að sitja sem fastast út kjörtímabilið. Erlent 11.11.2005 05:15
Johnson-Sirleaf með forystu Útlit er fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði næsti forseti Líberíu. Hún lýsti yfir sigri í gærkvöld þegar um 91 prósent atkvæða höfðu verið talin. Þá hafði hún fengið um 59 prósent atkvæða en andstæðingur hennar, knattspyrnukappinn George Weah, 41 prósent. Erlent 11.11.2005 04:00
Peretz bar sigurorð af Peres Verkalýðsleiðtoginn Amir Peretz vann óvæntan sigur á Shimoni Peres í leiðtogakjöri ísraelska Verkamannaflokksins í gær. Stjórnarsamstarf flokksins og Likud-bandalagsins er talið í hættu og útlit fyrir að þingkosningar verði haldnar fyrr en áformað var. Erlent 11.11.2005 03:15
Sjónvarpsnet fyrir farsíma Finnar ætla að verða fyrstir til þess að koma á laggirnar einkareknu farsímasjónvarpsneti í Evrópu. Á næstunni verður starfsleyfið auglýst og rennur umsóknarfrestur út í janúar. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang verður hægt að horfa á sjónvarp í farsímanum. Farsímanet af þessu tagi hafa verið í tilraunanotkun í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu en einkarekstur á þessu sviði tíðkast hvergi annars staðar í heiminum. Að sögn viðskiptablaðsins Taloussanomat hefur tilraunin í Suður-Kóreu gengið illa. Erlent 11.11.2005 03:15