Erlent

Refapi fær nafn leikarans

John Cleese "Ráðherra kynlegs göngulags" heiðraður af svissneskum dýrafræðingum.
John Cleese "Ráðherra kynlegs göngulags" heiðraður af svissneskum dýrafræðingum.

Breska gamanleikarann John Cleese þekkja flestir sem hóteleigandann í Fawlty Tow­ers eða Ráðherra kynlegs göngu­lags (Minister for Silly Walks) í Monty Python-þáttunum. En nú hafa svissneskir vísindamenn séð til þess að hans verði líka minnst fyrir annað: refapa.

Dýrafræðingar við Háskólann í Zürich hafa nefnilega ákveðið að nefna áður óþekkta tegund ref­apa, sem þeir uppgötvuðu nýlega á Madagaskar, í höfuðið á leikaranum góðkunna. Tilefnið er að ­Cleese hefur vakið athygli á hlutskipti refapa bæði í bíómyndinni og heimildarmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×