Erlent

Níu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi

Helsinki á haustdegi. Karlmaður hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi í Helsinki fyrir ofbeldi og kynferðisofbeldi gagnvart tveimur dætrum sínum. Hér má sjá fólk á götu í Helsinki.
Helsinki á haustdegi. Karlmaður hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi í Helsinki fyrir ofbeldi og kynferðisofbeldi gagnvart tveimur dætrum sínum. Hér má sjá fólk á götu í Helsinki.

Karlmaður í Helsinki í Finnlandi hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að beita tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi í fjölda ára auk annars líkamlegs ofbeldis.

Dómurinn er óvenjuþungur en brotin þykja líka óvenjulega gróf. Maðurinn níddist á eldri dóttur sinni í tæp tíu ár, frá því hún var tólf ára. Yngri dótturina beitti hann ofbeldi í tvö ár.

Maðurinn hefur setið inni frá því í vor. Hann var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum 700 þúsund sænskar krónur eða sem samsvarar sjö milljónum króna í skaðabætur.

Nokkur dæmi hafa komið upp á Norðurlöndum síðustu mánuði þar sem faðir hefur níðst á dóttur sinni. Í einu tilfelli gerði faðirinn dóttur sinni barn, tvisvar sinnum, fyrst þegar hún var þrettán ára. Í öðru tilfelli nauðgaði faðirinn sextán ára dóttur sinni og fékk tveggja ára fangelsisdóm. Í þriðja tilfellinu seldi faðirinn dóttur sína - á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×