Erlent

Sendiherra kallaður heim

Stjórnvöld í Perú hafa kallað sendiherra sinn í Japan heim sökum þeirrar ákvörðunar japanskra stjórnvalda að berjast fyrir rétti Alberto Fujimori sem bíður nú framsals til Perú frá Chile.

Fujimori hefur bæði perúskt og japanskt ríkisfang og hefur síðastliðin fimm ár búið í Japan í útlegð en dvelur nú í fangelsi í Chile.

Verði hann framseldur til Perú bíða hans löng réttarhöld en hann er talinn bera ábyrgð á morðum öryggissveita landsins á uppreisnarmönnum í stjórnartíð sinni sem forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×