Erlent

Bilun í Mínervu

Japanska geimferðastofunin hefur misst samband við geimkannann Mínervu sem var skotið frá móðurfari sínu, Hayabusa, á laugardag. Mínerva átti að lenda á loftsteininum Itokowa í æfingarskyni fyrir lendingu Hayabusa, sem á snemma í desember að hafa tekið sýni af yfirborði steinsins áður en það snýr aftur til jarðar.

Erlent

Bjerregaard er sigurstrangleg

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í Danmörku í dag. Baráttan um borgarstjórastólinn í höfuðborginni hefur verið fjörug enda litríkt fólk í kjöri.

Erlent

Hlupu upp á toppinn á Sears-turninum

Það eru 2109 þrep úr andyrinu á Sears-turninum í Chicago og upp á útsýnispallinn á 103. hæð. Í gærmorgun ákváðu ríflega þúsund manns að taka ekki lyftuna heldur fara upp stigann og það hlaupandi. Allt er þetta reyndar gert í góðgerðaskyni því verið er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknarstofnun.

Erlent

Fordæmdu vestræna menningu

Þúsund múslímar sem tilheyra hreyfingu sem kallast Hizb-ut-Tahrir komu saman í Kaupmannahöfn í gær til ársþings. Þeir fordæmdu þar gjörspillta, vestræna menningu og hvöttu stuðningsmenn sína í Danmörku til að taka ekki þátt í lýðræðislegum sveitastjórnarkosningum á morgun.

Erlent

Schröder kveður Jafnaðarmannaflokkinn

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerhard Shcröder, fráfarandi kanslari Þýskalands, kvaddi félaga sína í þýska jafnaðarmannaflokknum í Karlsruhe í dag um leið og þeir greiddu atkvæði um stjórnarsáttmálann sem gerður var við Kristilega demókrata og Kristilega sósíalsambandið fyrir helgi.

Erlent

Þrír látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Kabúl

Að minnsta kosti þrír hafa látist í tveimur bílsprengjuárásum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Friðargæsluliði á vegum NATO og grunaður sjálfsmorðsárásarmaður létust og fjórir særðust í fyrri sprengingunni í austurhluta borgarinnar og þá lést einn þegar sprengja sprakk í bíl í vegkanti í borginni.

Erlent

Stjórnarsáttmáli samþykktur í Þýsklalandi

Félagar í bæði Jafnaðarmannaflokknum og Kristilega sósíalsambandinu, systurflokki Kristilegra demórkata í Þýskalandi, hafa samþykkt með miklum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag. Fyrr í dag samþykktu kristilegir demókratar sáttmálann og því er ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel taki við sem nýr kanslari Þýskalands.

Erlent

Einn látinn eftir aurskriður í Noregi

Einn maður hefur fundist látinn eftir að skriða féll á hús í Aasane í Björgvin í Vestur-Noregi í dag, en þar er nú mikið úrhelli. Jafnvel er búist við að úrkomumet verði sett í dag.

Erlent

Danaprins skírður í janúar

Nýfæddur Danaprins, sonur Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, verður skírður 21. janúar næstkomandi. Litli prinsinn verður skýrður í Christiansborgar kirkju sem gjarnan er notuð af konungsfjölskyldunni við hátíðleg tilefni.

Erlent

Líklegt að stríð brjótist út

Yfirvöld í Eþíópíu hafa styrkt hervarnir sínar við landamæri Erítreu vegna hugsanlegra átaka þjóðanna tveggja sem óttast er að brjótist út á næstu dögum.

Erlent

CIA reyndi að leyna dauða fanga

Bandaríska leyniþjónustan CIA reyndi að leyna dauða íraksks fanga, sem lét lífið við yfirheyrslur í Abu Ghraib fangelsinu í Írak þar sem honum var haldið án dóms og laga. Frá þessu greinir bandaríska fréttatímaritið Time en blaðið komst yfir fjölda skjala vegna málsins, þar á meðal krufningarskýrslu.

Erlent

Tólf létust í átökum í Sómalíu

Að minnsta kosti tólf létust og 21 særðist í átökum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um helgina. Átökin eru sögð hafa blossað upp eftir að hópur íslamskra ofstækismanna reyndi að loka kvikmyndahúsum og myndbandaleigum vegna þess að vestrænar og indverskar myndir voru þar til sýninga sem skæruliðarnir telja sýna ósiðlegt athæfi. Í

Erlent

Áhugalaus um að borga reikningana sína

Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember.

Erlent

Fangelsisvist og hýðing fyrir að ræða önnur trúarbrögð

Kennari í Sádi-Arabíu hefur verið dæmdur til að sæta fjörutíu mánaða fangelsisvist og 750 svipuhöggum opinberlega fyrir að ræða Biblíuna og tala vel um gyðingatrú í kennslustund. Auk þess bannaði hann nemendum að þvo sér fyrir bænir eins og venja er hjá múslímum.

Erlent

Mótmælendur að róast

Evrópusambandið hefur samþykkt að leggja til tæpa fjóra milljarða króna, til aðstoðar Frökkum vegna daglegra óeirða þar í landi síðustu 18 daga.

Erlent

Ætlaði að fremja sjálfsmorðsárás í Amman

Írösk kona, sem er grunuð um að hafa ætlað að taka þátt í sjálfsmorðssprengjuárásinni í Amman, höfuðborg Jórdaníu í vikunni, en án árangurs, viðurkenndi brot sitt í ríkissjónvarpi Jórdaníu í gær.

Erlent

Handsprengju kastað inn í verslun

Tvö börn og einn maður létust eftir að handsprengju var kastað inn í verslun í Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær. Maðurinn sem lést var þekktur íþróttafréttamaður í útvarpi. Þá særðust tveir til viðbótar í árásinni en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hefur enginn verið handtekinn. Málið hefur valdið gíurlega reiði í landinu en rannsókn stendur nú yfir.

Erlent

Breskar konur ofbeldishneigðar

Sífellt fleiri konur berja eiginmenn sína, samkvæmt breska blaðinu Independent on Sunday. Samkvæmt blaðinu segja sálfræðingar ofdrykkju og fíkniefnaneyslu kvenna hafa aukist hratt og leysi úr læðingi ofbeldishneigð hjá sumum.

Erlent

Rændi stúlku eftir að hafa myrt foreldra hennar

14 ára stúlku er leitað eftir að foreldrar hennar voru myrtir á heimili þeirra í Pensilvaníu í Bandaríkjunum í gærmorgun. Talið er að kærasti stúlkunnar hafi myrt foreldra hennar en ekki er vitað með vissu hvort stúlkan hafi farið með stráknum sjálfviljug eða hvort hann hafi numið hana á brott.

Erlent

Átök í Mogadishu

Að minnsta kosti tólf létust og 21 særðist í átökum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um helgina. Átökin eru sögð hafa blossað upp eftir að hópur íslamskra ofstækismanna reyndi að loka kvikmyndahúsum og myndbandaleigum vegna þess að vestrænar og indverskar myndir voru þar til sýninga sem skæruliðarnir telja sýna ósiðlegt athæfi.

Erlent

Vill ekki starfa með Sinn Fein

Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, gaf það út í gær að hann myndi ekki hefja stjórnarmyndun með Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins, eftir næstu kosningar. Kosningar verða í Írlandi árið 2007 en nú þegar hefur Ahern útilokað þennan möguleika.

Erlent

Tugþúsundir fylltu garðinn í Tel Aviv

Tugþúsundir Ísraela fylltu á laugardag garðinn í Tel Aviv þar sem Yitzhak Rabin forsætisráðherra var myrtur fyrir tíu árum. Auk þess að minnast friðarverðlaunahafans sáluga var tilgangur samkomunnar að hvetja ráðamenn til að finna friðsamlega lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent

Koddarnir syngja

Danskir hermenn í Mitrovica í norðurhluta Kosovo og nágrenni sofa nú værum svefni, að minnsta kosti þeir sem hafa fengið að prófa tíu nýja kodda með fuglasöng og tónlist.

Erlent

Á þriðja tug létust í slysum

Tvö alvarleg rútuslys áttu sér stað í norðurhluta Pakistans, Muzaffarabad, í gær. Í fyrra slysinu valt rúta niður af brú með þeim afleiðingum að að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og fjöldi særðist. Seinna slysið átti sér stað nokkrum klukkustundum síðar en þá létust tíu manns.

Erlent