Erlent

44 farast í flugslysi

Einn komst lífs af og fjörtíu og fjórir fórust þegar herflugvél brotlenti í fjalllendi í norð-austur Ungverjalandi í gærkvöldi. Vélin var á leið frá Kosovo til slóvensku borgarinnar Kosice þegar hún brotlenti. Um borð voru 38 farþegar, þar af 28 slóvenskir hermenn sem voru á leið heim eftir að hafa verið við störf á vegum friðargæslusveitar Nató.

Erlent

Ofbeldisfullir mótmælendur hertóku götur Abidjan í dag

Ofbeldisfullir mótmælendur hertóku götur Abidjan,stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar, í dag, fjórða daginn í röð. Friðargæsluliðar hafa þurft að beita táragasi til að halda aftur af æfum mótmælendum fyrir utan höfðustöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni.

Erlent

Sjálfsvígsárás í Ísrael

Svo virðist sem palestínskur vígamaður hafi verið sá eini sem lét lífð þegar hann sprengdi sig í loft upp í miðborg Tel Aviv í Ísrael í dag. Fregnir herma að minnst 10 hafi særst.

Erlent

Blásýra lak í Saxelfi.

Vélabilun í efnaverksmiðju í Tékklandi er sögð hafa valdið því að töluvert af blásýru lak í ánna Saxelfi fyrir rúmri viku. Tékkar hafa varað Þjóðverja við mögulegri hættu af völdum blásýrunnar.

Erlent

Handteknir á Spáni fyrir að kaupa barnaklám

Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra 33 manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC er talið að fólkið hafi greitt fyrir efni á heimasíðum í Hvíta-Rússlandi og Bandaríkjunum, en lögregla hóf rannsókn á málinu eftir ábendingu frá bandarískum yfirvöldum.

Erlent

Hvalshræ fyrir utan Japanska sendiráðið í Berlín

Grænfriðungar mótmæltu vísindahvalveiðum Japana með sérstökum hætti í gærkvöld. Þeir lögðu dauðan hval fyrir utan japanska sendiráðið í Berlín. Sendiráðsstarfsmenn reyndu að koma í veg fyrir mótmælin en gátu það ekki þar sem þau brutu ekki gegn þýskum lögum.

Erlent

Sex konum sleppt úr fangelsi í Írak

Yfirvöld í Írak hafa ákveðið að láta sex íraskar konur lausar úr fangelsi þar í landi. Talsmaður íraska dómsmálaráðuneytisins segir þetta ekki tengjast máli bandarískrar blaðakonu sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hafa krafist þess að allar konur sem hafi verið fangelsaðar í Írak verði látnar lausar ellegar myrði þeir blaðkonuna.

Erlent

Barnaklámsmál á Spáni

Athafnamenn, bankamenn og prestur eru meðal þeirra þrjátíu og þriggja manna sem spænska lögreglan hefur handtekið fyrir að sækja sér barnaklám á Netinu.

Erlent

Vilja leyfa lítil vændishús í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin hyggst leyfa rekstur lítilla vændishúsa í þeirri viðleitni að tryggja betur öryggi þeirra áttatíu þúsund vændiskvenna sem starfa í landinu. Samkvæmt fyrirætlan stjórnarinnar mun tvær til þrjár vændiskonur geta fengið leyfi til að starfrækja vændishús. Samhliða þessu verður ráðist harðar gegn vændi á götum úti þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eiga yfir höfði sér sektir.

Erlent

Reyndu að féfletta skyndibitastað

Hjón sem lögðu á ráðin um að féfletta skyndibitastað í Bandaríkjunum, með afskornum fingri í skál af chili, hafa verið dæmd í 9 og 12 ára fangelsi fyrir athæfið. Það var fyrir tæpu ári sem Anna Ayala sagðist hafa bitið í fingurinn þegar hún fékk sér af chilinu á skyndibitastaðnum Wendy´s.

Erlent

Fangelsisvist fyrir að selja boli?

Forráðamenn dansks fataframleiðslufyrirtækis gætu átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að setja á markað boli með merkjum tveggja skæruliðahreyfinga, en tæpur fjórðungur söluandvirðis bolanna rennur til hreyfinganna.

Erlent

Miklar vetrarhörkur í Rússlandi

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir hafa látist úr kulda í miklum vetrarhörkum sem geisa nú í Rússlandi. Um þrjátíu stiga frost er í höfuðborginni Moskvu og frostið fer allt niður í fimmtíu stig í Síberíu.

Erlent

Blásýra lak út í Saxelfi

Vélabilun í efnaverksmiðju í borginni Kolin í Tékklandi olli því að töluvert af blásýru lak í ána Saxelfi. Mörg tonn af fiski hafa drepist í ánni en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað tjónið er mikið fyrir fiskimenn á svæðinu.

Erlent

Georgía herðir á aðgerðum gegn fuglaflensu

Yfirvöld í Georgíu hafa hert á aðgerðum sínum til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu þar í landi. Ákveðið hefur verið að setja á stofn miðstöð þaðan sem reynt verður að hefta útbreiðslu hins hættulega H5N1 afbrigðis sjúkdómsins í öllum héruðum landsins

Erlent

Enn eitt dauðsfallið af völdum fuglaflensu

Óttast er að ellefu ára gömul stelpa hafi látist af völdum fuglaflensu í Austur-Tyrklandi í gær. Talið er að stúlkan hafi sýkst af hinu hættulega H5N1 afbrigði veirunnar. Sýni voru send til höfuðborgarinnar Ankara til að fá þetta staðfest. Stúlkan var yngst 10 systkina og eina stelpan.

Erlent

Vilja að deilan fari fyrir Öryggisráðið

Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa formlega farið fram á að deilan um kjarnorkuáætlun Írana verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Alls óvíst er að það verði samþykkt hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni.

Erlent

Gazprom dregur úr gassölu til Evrópu

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hefur minnkað gasflæði til Ungverjalands og Bosníu-Hersegóvínu svo fyrirtækið geti annað innlendri eftirspurn en afar kalt er í Rússlandi þessa dagana.

Erlent

Kauphöllinni í Tokyo lokað fyrr en vanalega

Kauphöllinni í Tokyo var lokað í morgun tuttugu mínútum fyrr en venja er. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert en óttast var að tölvukerfið í kauphöllinni kynni að hrynja vegna mikilla viðskipta.

Erlent

Japönum fækkar

Japönum fækkaði í fyrra, í frysta sinn síðan árið 1945.Fæðingatíðni í landinu fer ört lækkandi og er talið að hún fari allt niður í eitt og eitt fjórða barn á konu á þessu ári, en til samanburðar eignast hver íslensk kona að meðaltali rúmlega tvö börn á ævi sinni.

Erlent

Hóta að drepa bandarískan blaðamann

Uppreisnarmenn í Írak hafa hótað að taka bandarískan blaðamann sem þeir hafa í haldi af lífi ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um að öllum konum í írökskum fangelsum verði sleppt innan þriggja sólarhringa. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá þessu í gær og birti myndband af konunni en gaf ekki upp hvernig það hefði borist stöðinni.

Erlent

Japönum fækkar í fyrsta sinn í rúm 60 ár

Japönum fækkaði í fyrra, í fyrsta sinn síðan árið 1945. Fæðingatíðni í landinu fer ört lækkandi og er talið að hún fari allt niður í 1,25 börn á konu á þessu ári, en til samanburðar eignast hver íslensk kona að meðaltali rúmlega tvö börn á ævi sinni.

Erlent

Uppreisnarmenn handteknir í Írak

Danskar og írakskar hersveitir handtóku þrjátíu og sex uppreisnarmenn í víðtæku áhlaupi á vígi uppreisnarmanna norðan við borgina Basra í Írak á mánudaginn.

Erlent

Hjálparstarf í Kasmír lamað

Dynjandi úrkoma og aurskriður hafa lamað hjálparstarf í fjöllum Kasmír síðan um helgina. Eftirlifendur jarðskálftans sem hafast við hátt uppi í fjöllum eru algerlega afskiptir.

Erlent

Fuglaflensufaraldur getur dregið milljónir til dauða

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Erlent