Erlent

Gazprom dregur úr gassölu til Evrópu

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hefur minnkað gasflæði til Ungverjalands og Bosníu-Hersegóvínu svo fyrirtækið geti annað innlendri eftirspurn en afar kalt er í Rússlandi þessa dagana.

Svo kann að fara að dregið verði úr gasútflutningi til Ítalíu og Austurríkis. Gazprom er stærsta gasfyrirtæki í heimi og annar fjórðungi af gasþörf Evrópuríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×