Erlent

Georgía herðir á aðgerðum gegn fuglaflensu

MYND/AP

Yfirvöld í Georgíu hafa hert á aðgerðum sínum til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu þar í landi. Ákveðið hefur verið að setja á stofn miðstöð þaðan sem reynt verður að hefta útbreiðslu hins hættulega H5N1 afbrigðis sjúkdómsins í öllum héruðum landsins. Zurab Noghaideli, forsætisráðherra landsins, segist ætla að útvega heilbrigðisstarfsmönnum allan þann búnað sem þurfi til verksins. Hópar dýralækna verða í viðbragðsstöðu og hert verður á landamæra eftirliti, sér í lagi við landamærin að Tyrklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×